Markmið
Markmiðið með verkefninu er að stíga fyrstu skrefin að verkefninu Sjálfbæru Suðurlandi. Haldið verður málþing á vordögum þar sem farið verður yfir hvernig Suðurland getur tekið sín fyrstu skref í átt að plastpokalausu Suðurlandi. Fram að málþingi verði unnin greiningarvinna á hinum ýmsu þáttum er snýr að því að Suðurland verði plastpokalaust ásamt því að undirbúa jarðveginn þannig að öll sveitarfélög sem kjósa geti auðveldlega sett upp Pokastöðvar í sínu bæjarfélagi til að auðvelda fólki að hætta notkun plastpoka.
Verkefnislýsing
Verkefnið snýr að sjálfbærni samfélaga og tekur á einum þætti sérstaklega, sem er minnkun notkun plastpoka (innkaupapoka). Verkefnið snýr að uppbyggingu pokastöðva – sem eru sjálfafgreiðslustöðvar fyrir margnota poka, greiningarvinna, fræðsla og undirbúningur að málþingi fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi – um plastpokalaust Suðurland.
Tengsl við sóknaráætlun
Verkefninu er ætlað að uppfylla sérstaklega tvær af sex megin áherslum sóknaráætlunar Suðurlands.
Þær eru eftirfarandi:
- Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
- Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
Lokaafurð
- Tilbúin heimasíða, markaðsefni og leiðbeiningar til þess að setja upp Pokastöðva
- Undirbúningur að málþingi um Plastpokalaust Suðurlands
- Niðurstaða greiningarvinnu
Verkefnastjóri
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Verkefnastjórn
Þórður Freyr Sigurðsson, Elísabet Björney Lárusdóttir og Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélögin á Suðurlandi og Sjálfbærnimiðstöð Íslands / Elísabet Björney Lárusdóttir
Heildarkostnaður
3.400.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.400.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Unnið á árunum 2016-2017
Staða
2/3 lokið – klárast á árinu 2018.
Efni sem tengist verkefninu:
Plastpokalaust Suðurland skýrsla
Kynning – Burðarpokar úr plasti á Suðurlandi(.pdf)