Samkvæmt nýútgefnum tölum frá Hagstofunni fjölgaði Sunnlendingum um 688 á síðasta ári eða um 2,69% og voru samtals 26.286 1. desember sl. Fjölgunin var umfram landsmeðaltal, en landsmönnum fjölgaði um 2,2% á árinu. Hlutfallslega var fjölgunin langmest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 17,6% en tölulega var fjölgunin mest í Árborg en þar fjölgaði íbúum um 363 og eru íbúar nú 7.928 í sveitarfélaginu. Athyglisvert er að íbúum í Vestmannaeyjum fjölgaði um 1,24% en þar hefur íbúum fækkað mörg undanfarin ár. Íbúafjöldi stóð í stað í V-Skaftafellssýslu en minnkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði um 0,5%. Annars staðar fjölgaði íbúum nema í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fækkaði um 3,6%. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Mannfjöldi á Suðurlandi 1. desember 2008 | ||||
2007 | 2008 | Breyting | Breyting | |
í tölum | í % | |||
Sveitarfélagið Hornafjörður | 2.120 | 2110 | -10 | – 0,47 |
Skaftárhreppur | 466 | 467 | 1 | 0,21 |
Mýrdalshreppur | 488 | 487 | -1 | – 0,20 |
Rangárþing eystra | 1.741 | 1762 | 21 | 1,21 |
Rangárþing ytra | 1.547 | 1610 | 63 | 4,07 |
Vestmannaeyjar | 4.040 | 4090 | 50 | 1,24 |
Ásahreppur | 171 | 182 | 11 | 6,43 |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur | 535 | 516 | -19 | – 3,55 |
Flóahreppur | 576 | 592 | 16 | 2,78 |
Sveitarfélagið Árborg | 7.565 | 7928 | 363 | 4,80 |
Hrunamannahreppur | 794 | 794 | 0 | – |
Bláskógabyggð | 972 | 986 | 14 | 1,44 |
Grímsnes- og Grafningshreppur | 379 | 444 | 65 | 17,15 |
Hveragerði | 2.274 | 2316 | 42 | 1,85 |
Sveitarfélagið Ölfus | 1.930 | 2002 | 72 | 3,73 |
Samtals | 25.598 | 26.286 | 688 | 2,69 |
Landsmeðaltal | 2,2 |