haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 3. febrúar 2012, kl. 12.00
Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Gunnlaugur Grettisson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Einar Kristjánsson sviðsstjóri hjá Strætó bs. tók þátt í fundinum (í síma) vegna fyrsta dagskrárliðar. Reynir Arnarson boðaði forföll.
Dagskrá:
1. Almenningssamgöngur.
a) Kærumál
-
i. Andsvör Óskars Sigurðssonar hrl., lögmanns SASS, til kærunefndar útboðsmála, dags. 19. desember 2011.
-
ii. Kæra Hópferðamiðstöðvarinnar til kærunefndar útboðsmála dags. 22. desember 2011.
-
iii. Greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl. til kærunefndar útboðsmála, dags. 20. desember 2011, vegna kæru Bíla og fólks ehf.
-
iv. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála vegna kæru Bíla og fólks ehf, dags. 29. desember 2011.
-
v. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála vegna kæru Hópferða- miðstöðvarinnar, dags. 18. janúar 2012.
-
vi. Greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl. til kærunefndar útboðsmála, dags. 20. janúar 2012, vegna kæru Hópferðamiðstöðvarinnar.
Til kynningar.
b) Samningar.
-
i. Samningur SASS og Strætó bs. dags. 20. desember 2011. Samningurinn staðfestur.
-
ii. Verksamningur við Árna Þorsteinsson, dags. 22. desember 2011, vegna ferða á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis Samningurinn staðfestur.
-
iii. Drög að breytingu á samningi við Vegagerðina vegna tíðari verðbótaútreiknings.
Drögin samþykkt og framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn.
c) Athugasemdir, breytingar og úrbætur.
-
i. Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 20. desember 2011, vegna fækkunar ferða frá því sem áætlað hafði verið.
-
ii. Bréf frá Skaftárhreppi, dags. 23. janúar 2012, vegna fækkunar ferða frá því sem áætlað hafði verið.
-
iii. Breytingar á ferðum í uppsveitum.
-
iv. Úttekt á reynslunni – samantekt af fundi 24. janúar sl.
-
v. Breytingar á gjaldskrá frá 1. febrúar 2012.
Kynntar voru breytingar á leiðakerfi og tímatöflum sem taka gildi 12. febrúar nk. Breytingarnar verða auglýstar í héraðsfréttablöðum í næstu viku. Með breytingunum er brugðist við þeim athugasemdum sem fram hafa komið að mestu leyti.
d) Samnýting almennings- og skólaaksturs.
-
i. Bréf frá Hrunamannahreppi, dags. 13. janúar 2012.
-
ii. Viðræður við FSu, ráðuneyti og akstursaðila.
Lögð fram fundargerð frá fundi sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu 1. febrúar sl. Stjórn SASS samþykkir að fara þess á leit við mennta- og menningarmálaráðuneytið að það hlutist til um að gerðar verði breytingar á lögum um dreifbýlisstyrki til framhaldsskólanema með það að markmiði að efla skólaakstur framhaldsskólanema. Jafnframt verði almenningi gefinn kostur á að nýta sér þann akstur og verði hann samþættur kerfi almenningssamgangna eins og kostur er.
e) Bréf frá Reykjavík Excursions, dags. 13. janúar 2012, þar sem óskað er leyfis til skipulagðra ferða um Suðurland með ferðamenn.
Stjórn SASS samþykkir erindið með eftirfarandi skilyrðum:
* Akstursaðila verði óheimilt að auglýsa og selja fargjöld milli áfangastaða sem skilgreindir eru í leiðarkerfi Strætó bs./SASS.
* Akstursaðila verði óheimilt að auglýsa og aka leiðir sem eru milli sömu áfangastaða og skilgreindir eru í leiðarkerfi Strætó bs./SASS, samanber leið 20 hjá Kynnisferðum.
* Akstursaðila verði óheilmilt að auglýsa viðkomutíma leiða í tímatöflu, nema í þeim tilfellum sem um skilgreinda ferðamannastaði er að ræða, samanber Seljalandsfoss, Skógarfoss, Reynisfjöru o.fl. þar sem stoppað er í t.d. 20-45 mínútur.
* Á öllum auglýsingum akstursaðila verði gerð krafa um að vísað verði í leiðarkerfi Strætó bs. þ.m.t. á heimasíðu akstursaðila í tengslum við auglýsingar á ákveðnum leiðum þeirra
* Leyfið takmarkast við nk. sumaráætlun Iceland Excursions og verður endurskoðað m.t.t. reynslunnar.
f) Bréf frá Inga Gunnari Jóhannssyni, dags. 20. janúar 2011, varðandi heildarkort af almenningssamgöngum á Suðurlandi.
Samþykkt að taka tilboði Inga Gunnars.
2. Fundargerðir menntamálanefndar frá 18. og 19. janúar sl.
Fundargerðirnar staðfestar. Nefndin samþykkti að veita Grunnskólanum í Þorlákshöfn menntaverðlaun Suðurlands 2011, sem voru afhent við hátíðlega athöfn 24. janúar sl. af forseta Íslands. Stjórn SASS óskar skólanum til hamingju með verðlaunin.
3. Sóknaráætlun landshluta.
- Bréf Innanríkisráðuneytisins/Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 28. desember,vegna umsókna landshlutasamtaka um styrki vegna verkefnisins Sóknaráætlun landshluta.
- Afrit af bréfi SSA til innanríkisráðherra, dags. 5. janúar 2012 vegna bréfs Jöfnunarsjóðs sbr. lið a.
- Bréf frá Stefaníu Traustadóttur innanríkisráðuneyti, dags. 21. desember 2011, varðandi þau verkefni sem sett voru á fjárfestingaráætlun 2012.
- Bréf frá Héðni Unnsteinssyni forsætisráðuneyti, dags. 16. janúar 2012, vegna sóknaráætlunarvinnu 2012.
- Punktar um næstu skref sóknaráætlunar 2012 frá framkvæmdastjóra.
Til kynningar.
4. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 30. janúar 2012, með tillögu um viðauka við samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.
Stjórn SASS ítrekar fyrri afstöðu til skiptingar framlaga til menningarsamninga þar sem ekkert tillit virðist tekið til íbúafjölda eða stærðar svæðanna sem um ræðir. Jafnframt virðist ráðuneytið skella skollaeyrum við tilmælum fjárlaganefndar Alþingis um að skiptingin sé byggð á skilgreindum forsendum með gegnsæjum hætti. Stjórn SASS óskar eftir því að fjárlaganefnd kalli eftir skýringum á þeirri tillögu sem ráðuneytið hefur lagt fram og jafnframt að engir samningar verði undirritaðir fyrr en þær skýringar liggi fyrir.
5. Málefni Suðurlandsvegar – frágangur á 2+2 kafla um Sandskeið.
StjórnSASS lýsir yfir mikilli óánægju með útfærslu á 2+2 vegi frá Litlu kaffistofunni að Lögbergsbrekku, nánar tiltekið þeim þrengingum sem gerðar hafa verið við gatnamót við Bolöldu annars vegar og Bláfjallaafleggjara hins vegar. Ljóst er að hluti af þeim ávinningi sem fást átti með tvöföldun vegarins næst ekki með þessari útfærslu auk þess sem veruleg slysahætta skapast við umrædd gatnamót. Stjórn SASS skorar á Vegagerðina að gera nauðsynlegar úrbætur á veginum.
6. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi.
a) Tillaga til þingsályktunar um stefnu um beina erlenda fjárfestingu,385. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0498.html
Lögð fram.
b) Frumvarp til laga um frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins, 376. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0452.html
Lagt fram
c) Frumvarp til laga um menningarminjar, 316. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0370.html
Lagt fram
d) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0682.html
Lögð fram.
7. Bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 30. desember 2011, varðandi styrk til ART verkefnisins.
Í bréfinu er tikynnt um 2.750.000 kr. styrk til verkefnisins á þessu ári. Stjórnin þakkar veittan stuðning við verkefnið.
8. Bréf frá Rannsóknarmiðstöð H.Í. í jarðskjálftafræði, dags. 19. janúar 2012,
varðandi rannsókn á afleiðingum eldgosa fyrir byggð og samgöngur.
Samþykkt að veita miðstöðinni þá aðstoð sem um er beðið.
9. Erindi frá ,,Ísland 2010 – atvinnuhættir og menning“, dags. 26. janúar 2010.
Erindinu hafnað.
10. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Til kynningar.
Fundi slitið kl. 13.35.