fbpx

Unnin hefur verið íbúakönnun á Suðurlandi fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands á árinu 2017. Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við Háskólann á Akureyri framkvæmdi könnunina fyrir SASS, í september og október s.l. Kannaður var hugur Sunnlendinga til búsetuskilyrða, aðstæðna á vinnumarkaði ásamt nokkrum lykilþáttum venjulegra íbúa eins og hamingju þeirra og hvort þeir eru á förum frá landshlutanum. Sambærileg könnun hefur verið unnin fyrir Vesturland, Reykjanes, Norðurland vestra og Vestfirði.

Könnunin er afar áhugaverð og gefur góða innsýn í hug íbúa til nærumhverfisins og hvaða málefni skipta þá mestu máli. Vífill mun áfram vinna úr fyrirliggjandi niðurstöðum og gerir ráð fyrir að í febrúar nk. verði til skýrsla þar sem niðurstöður frá framangreindum landshlutum verða bornar saman. Könnunin er nú aðgengileg á heimasíðu SASS, sem glærukynning og einnig sem glærukynning með fyrirlestri Vífils.

Kynning á niðurstöðum Íbúakönnunar Suðurlands (.pdf)