Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu. Umsóknir að þessu sinni voru 133, þar af í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67 og 66 í flokki menningarverkefna.
Verkefnastjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti að veita 88 verkefnum styrk. Samtals var úthlutað úr sjóðnum um 50 mkr. Samþykkt var að veita 36 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 52 verkefnum í flokki menningarverkefna, um 25 mkr. í hvorum flokki.
Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir að upphæð 2 mkr. vegna rannsóknarverkefnis um broddmjólk úr íslenskum kúm. Var sú styrkveiting í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Í flokki menningarverkefna var hæsta styrkveitingin 1,5 mkr. vegna Sumartónleika Skálholtskirkju.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna vorið 2018:
Heiti verkefnis: | Styrkþegi: | Upphæð: |
Broddur byggir upp | Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir | 2.000.000 |
Kjötvinnsla | Guðmar Jón Tómasson | 1.500.000 |
Errósetur | Errósetur | 1.500.000 |
Markaðssetning og vöruþróun frá fræi… | Pizzavagninn ehf | 1.250.000 |
Þjónustuafhending ofurtölvureikniafls | Endor ehf. | 1.000.000 |
Billit | Lime ehf. | 1.000.000 |
Icelandic Lava Show | Icelandic Lava Show ehf. | 1.000.000 |
Endurbygging Vesturbúðar á Eyrarbakka | Elfa Dögg Þórðardóttir | 1.000.000 |
Þingvallasveit- á bak við tjöldin | Jóhannes Sveinbjörnsson | 1.000.000 |
Kolefnisjöfnun með endurvinnslu á plasti | Pure North Recycling ehf. | 1.000.000 |
Ræktun í nýju ljósi 3 | Lumen ehf. | 1.000.000 |
Uppsveitaferðir | Draumahöll ehf. | 750.000 |
Markaðssetning fyrir Iceland Bike Farm | Guðmundur Fannar Markússon | 750.000 |
Buggy X-tream | Buggy X-Treme ehf. | 700.000 |
Innri og ytri markaðssetning jarðvangs | Katla Jarðvangur ses. | 700.000 |
Krían sveitakrá – markaðsmál og þróun | Kríumýri ehf | 600.000 |
Flatey – ferðamannafjós og áningarstaður | Selbakki ehf. | 500.000 |
Afþreyingaþróun | Midgard Adventure ehf. | 500.000 |
Merkingar fyrir blinda og sjónskerta | SB Skiltagerð ehf. | 500.000 |
Virðisaukandi vöruþróun Sólskers ehf. | Sólsker ehf | 500.000 |
Markaðsetning á sælkeravöru | Sláturfélag Suðurlands svf. | 500.000 |
Umhverfisstjórnunarkerfi f.sveitarfélög | Elísabet Björney Lárusdóttir | 500.000 |
Skilti við hellana á Ægissíðu | Hellirinn ehf. | 500.000 |
tónlistarnám á gagnvirkum vef/appi | Tónkjallarinn ehf. | 500.000 |
Þorpið | Vigdís Sigurðardóttir | 400.000 |
Turninn-markaðssetning á nýjung (Tower) | Ásgeir Eiríksson ehf | 400.000 |
LM2020 – 1. áfangi markaðssetningar | Rangárbakkar, þjóðaleikvangur íslenska hestsins | 400.000 |
Bik – Hönnun og vinnustofa | Alda Rose Cartwright | 400.000 |
Samspil stáls og íslenskra afurða | Aníta Hanna Sævarsdóttir | 400.000 |
Fjaðrafok | Myrra Rós Þrastardóttir | 400.000 |
Varðveisla og prófun ávaxtatrjáayrkja. | Ólafur Sturla Njálsson | 300.000 |
Kjötverkun í Hornafirði/ Vöruþróun | Pálmi Geir Sigurgeirsson | 300.000 |
Geysir Spa – Luxury Lodge Resort | Ýmir Björgvin Arthúrsson | 250.000 |
Sólvangur Icelandic Horse Center | Sigríður Pjetursdóttir | 250.000 |
Trophyspotter – Markaðstorg | Ingólfur Eyberg Kristjánsson | 250.000 |
Flokkun sorps í fjölbýlishúsum | Hans Alan Tómasson | 200.000 |
Eftirfarandi verkefni hlutu styrk í flokki menningarverkefna vorið 2018:
Heiti verkefnis: | Styrkþegi: | Upphæð: |
Sumartónleikar í Skálholtskirkju | Sumartónleikar Skálholtskirkju | 1.500.000 |
Kötluráðstefna – 100 ár frá Kötlugosi | Kötlusetur ses. | 1.400.000 |
Hver/Gerði – Sigrún Harðardóttir | Listasafn Árnesinga | 1.000.000 |
Menningarstarf að Kvoslæk | Rut Ingólfsdóttir | 800.000 |
Huglæg rými í Listasafni Árnesinga | Ólafur Sveinn Gíslason | 800.000 |
HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR (seinni hluti) | Anton Máni Svansson | 800.000 |
Vírdós (Tónlistarh. óhefðb. hljóðfæra) | Vilhjálmur Magnússon | 800.000 |
Myndspor sögulegar ljósm. úr Skaftárhr. | Fótspor-félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi | 750.000 |
Vefurinn eldsveitir.is -sögur og myndir | Lilja Magnúsdóttir | 700.000 |
Englar og menn 2018 | Björg Þórhallsdóttir | 700.000 |
Frá Kötlugosi að fullveldi | Kirkjubæjarstofa | 600.000 |
Laugarás – þorpið í skóginum | Páll Magnús Skúlason | 600.000 |
Sagan í sandinum | Kirkjubæjarstofa | 600.000 |
Ferð til eldjöklanna | Halldór Ásgeirsson | 600.000 |
Vorhátíð Kötlu jarðvangs | Katla Jarðvangur ses. | 550.000 |
thetta reddast, KATLA min | Magdalena Anna Bartczak | 500.000 |
Nátturusýn – Lifandi upplifun. | Tjörvi Óskarsson | 500.000 |
Tónleikaröð Base Camp | Midgard Base Camp ehf. | 500.000 |
Sunnansól og hægviðri | Lúðrasveit Vestmannaeyja | 500.000 |
Samfélagsvæðing Safnanna | Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses | 450.000 |
Teiknileikni í torfbænum | Kari Ósk Grétudóttir | 450.000 |
Hver er þetta? Leggjum land undir fót. | Héraðsskjalasafn Árnesinga | 450.000 |
Flutningur á íslensku tónverki. | Þorbjörg Jóhannsdóttir | 420.000 |
Konubókastofa 5 ára | Konubókastofan, félagasamtök | 400.000 |
Glanni Glæpur í Latabæ | Hjörtur Már Benediktsson | 400.000 |
Glæpir og góðverk | Leikfélag Selfoss | 400.000 |
Myndir, músík og mósaík | Helga Jónsdóttir | 400.000 |
Lundaafbrigðin | Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses | 400.000 |
Ungt fólk í tónlist | Birgir Nielsen Þórsson | 400.000 |
Farfuglar | Unnur Birna Björnsdóttir | 395.000 |
Þjóðleikur skapandi leiklist á Suðurland | Magnús Jóhannes Magnússon | 350.000 |
Njálugáttin – upplýsingavefur um Njálu | Fjallasaum ehf. | 350.000 |
Marþræðir – sumardagskrá | Byggðasafn Árnesinga | 350.000 |
Eyjalagakeppni (val á Goslokalagi) | Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda | 350.000 |
Breathing Strings | Margrét Grétarsdóttir | 323.000 |
Hangir leyniþráður | Bakkastofa ehf. | 310.000 |
Ör-lög á Suðurlandi | Kammerkór Suðurlands | 308.000 |
Menningardagskrá barna – 1. des. 2018 | Bókasafnið í Hveragerði | 300.000 |
Stokkseyrarvefsíða | Pétur Már Guðmundsson | 300.000 |
Söngur í félagsheimilum | Kvennakór Hornafjarðar | 300.000 |
Saga Stokkseyrar | Bjarki Sveinbjörnsson | 300.000 |
Söfnun upplýsinga um gamlar húseignir | Bragi Bjarnason | 300.000 |
Vortónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar | Lúðrasveit Þorlákshafnar | 300.000 |
Sigfús Halldórsson og lögin hans | Guðný Charlotta Harðardóttir | 300.000 |
Sígild leikhúslög á goslokum | Kristín Jóhannsdóttir | 300.000 |
Styrkja sýningarmuni í Fischersetri | Fischersetur á Selfossi | 245.000 |
Fiðlufjör á Hvolsvelli | Chrissie Telma Guðmundsdóttir | 200.000 |
Pysjusýning 2018 | Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses | 200.000 |
Pólskir páskar – sýning | Lýður Pálsson | 190.000 |
Litir og línur | Ágústa Ragnarsdóttir | 168.000 |
Í bjarma sjálfstæðis | Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses | 150.000 |
Tenperday.com – Tíu á dag – Fyrsti hluti | Valgerður Sigurðardóttir | 100.000 |