fbpx

Markmið:

Markmiðið er að efla þekkingu og stöðu frumkvöða svæðisins svo til verði nýjar vörur og/eða þjónusta og um leið að fjölga störfum á Suðurlandi.

Verkefnislýsing:

Verkefnið gengur út á að setja saman röð námskeiða fyrir frumkvöðla á Suðurlandi sem mæta þeirri þörf sem, samkvæmt niðurstöðu könnunar á vegum Uppbyggingarsjóðs, er hve ríkust meðal þessa hóps. Samhliða því verður vinna við mótun annarar handleiðslu eins og þörf þykir ásamt eftirfylgni.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist beint einni af tveimur megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Verkefnið vinnur einnig að tveimur sértækum markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands, um að styðja við vöruþróun, markaðssókn og öflun þekkingar og að hvetja og styðja við nýsköpun innan fyrirtækja.

Lokaafurð:

Námskeiðaröð.

Annað:

Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson og Hrafnkell Guðnason 
Framkvæmdaraðili

SASS


Heildarkostnaður
2.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183010