fbpx

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

534. fundur stjórnar SASS
Haldinn í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum
26. júní 2018, kl. 14:00-16:00

Mætt:

Gunnar Þorgeirsson formaður, Lilja Einarsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Sæmundur Helgason, Trausti Hjaltason, Arna Ír Gunnarsdóttir og Eyþór H. Ólafsson. Páll Marvin Jónsson, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Anna Björg Níelsdóttir forfölluðust. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð. Eftirtaldir fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja sátu einng fundinn Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Elís Jónsson.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fundinn og til Vestmanneyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, tók undir orð formannsins og fagnaði því að stjórnarfundurinn væri að þessu sinni haldinn í Vestmannaeyjum.

1. Fundargerð

Fundargerð 533. fundar undirrituð.

2. Dagskrá aukaaðalfundar í Vestmannaeyjum 27. júní nk.

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu uppfærð drög að dagskrá aukaaðalfundar SASS. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra umhverfis- og auðlindaráðuneytisins mun ávarpa þingið. Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá HfSu, mun kynna fagnám í leikskólafræðum og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, fjallar um áfangastaðaáætlun (DMP).

Stjórn SASS leggur til við aukaaðalfund samtakanna að eftirtaldir aðilar verði kosnir í kjörbréfanefnd:

Aldís Hafsteinsdóttir
Kristján Guðnason
Ari B. Thorarensen

Stjórn staðfesti fyrirliggjandi tillögu og ofangreindar tillögur að breytingu á dagskrá.

3. Mannauðsstefna SASS

Formaður og framkvæmdastjóru kynntu nýja mannauðsstefnu SASS sem hefur verið í vinnslu hjá framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um samstarfsverkefni landshlutasamtakanna er að ræða en einnig komu fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að gerð hennar.

Stjórn ákvað að vísa málinu til afgreiðslu hjá nýrri stjórn.

4. Vinasamband við systursamtök

Formaður kynnti hugmyndir um að SASS stofnaði til vinasambands við systursamtök sín í Skotlandi eða Wales en sem dæmi væri hægt að læra af markaðssetningu tiltekinna landbúnaðarvara ef eitthvað svipað hefur verið í gangi á framgreindum stöðum. Markaðssetningin væri sem sagt svæðismiðuð. Með því að taka upp einhvers konar vinasamband við samtök sveitarfélaga eða héraða á fyrrgreindum svæðum má afla sér reynslu og þekkingar.

Framkvæmdastjóra falið að kanna þetta nánar og leggja fyrir nýja stjórn samtakanna.

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

  1. Bókun sveitarstjórnar Rangárþings ytra frá 12. maí sl. vegna afgreiðslu HES á skuldbindingum við Brú lífeyrissjóðBókunin lögð fram til kynningar. Stjórn SASS tekur undir nauðsyn þess að málið fái efnislega umfjöllun á aðalfundi HES sem fram fer í október nk.
  2. Almenningssamgöngur – fundur með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmálaFramkvæmdastjóri sagði frá fundi sem haldinn var með Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra samgöngu-og sveitarstjórnarmála, Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Þórunni Egilsdóttur þingmanni og formanni samgönguráðs, Ólafi Hjörleifssyni lögfræðingi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Páli S. Brynjarssyni framkvæmdastjóra SSV, Guðmundi Baldvini Guðmundssyni formanni Eyþings og framkvæmdastjóra SASS.Á fundinum voru ítrekuð þau sjónarmið landshlutasamtakanna að ganga þyrfti frá uppgjöri á taprekstri almenningssamgangna fyrir tímabilið 2012-2018.Varðandi rekstur almenningssamgangna árið 2019 kom fram að ráðherra er sammála því að landshlutasamtökin eiga að koma að rekstri almenningssamgangna 2019 á meðan framtíðarskipulag er mótað. Sérstakalega verði samið um verkefnið fyrir það ár og hann muni leggja áherslu á að fjármögnun verði tryggð.

    Stjórn SASS felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga þannig að halda megi áfram óbreyttum rekstri út árið 2019 enda muni ríkið tryggja fjármögnun verkefnisins og gera upp halla fyrri ára.

  3. Umsögn um tillögu Landsnets að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi 2018-2027Stjórn SASS leggur til að eftirfarandi bókun verði af þessu tilefni send á Landsnet:

    Styrking á flutningskerfi raforku er afar mikilvægur þáttur í byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu, svo ekki sé talað um áhrif þess á samkeppnishæfni landshluta. Öflugt flutningskerfi tryggir bætt öryggi, áreiðanleika í afhendinu og gæða á raforku. Jafnframt næst fram stefna stjórnvalda í loftlagsmálum og orkuskiptum en framngreind atriði hafa augljós áhrif á mikilvægi uppbyggingar á flutningskerfi raforku.
    Takmörkuð endurnýjun á flutningskerfinu á síðustu árum hefur leitt til að á kerfið er sem dæmi ekki hægt að bæta forgangsálagi á Hellu, Flúðum, Hvolsvelli, Rimakoti og Vestmannaeyjum. Slíkt verður sennilega ekki hægt fyrr en eftir 1-2 ár gangi framkvæmdaáætlanir Landsnets eftir. Þetta hefur í för sér að á framgreindum svæðum er ekki hægt að bæta við, svo dæmi sé tekið, miðlungs gagnaveri (2-3 MW). Þessi staða fyrir Suðurland, þar sem stærsti hluti raforku á Íslandi er framleiddur, er með öllu óásættanleg.Það er jafnframt með öllu óskiljanlegt að árið 2018 skuli raforka á Íslandi enn vera framleidd með jarðeldsneyti til húshitunar á köldum svæðum. Ekki vegna þess að endurnýtanleg orka sé ekki til staðar heldur hitt að kerfið getur ekki flutt raforkuna.

    Í lokamálsgrein a. stafaliðar 9. gr. laga nr. 26/2015 er eftirfarandi tekið fram:

    ”Flutningsfyrirtækið skal hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og þau sveitarfélög sem kunna að þurfa að gera breytingar á skipulagsáætlunum sínum vegna kerfisáætlunar. Drög að kerfisáætlun skulu kynnt og send þessum aðilum til sérstakrar umfjöllunar og ber þeim að skila athugasemdum innan sex vikna frá kynningu.”

    Í c. stafalið 9. gr. fyrrgreindra laga er síðan eftirfarandi tekið fram:

    ”Sveitarstjórnum ber við næstu endurskoðun aðalskipulags, og eigi síðar en innan fjögurra ára frá samþykkt kerfisáætlunar, að samræma skipulagsáætlanir vegna verkefna í staðfestri tíu ára kerfisáætlun. Sveitarstjórn er þó heimilt að fresta ákvörðun um landnotkun samkvæmt kerfisáætlun í allt að átta ár enda séu fyrir því gildar ástæður og fyrir liggi jákvæð umsögn flutningsfyrirtækisins. Sveitarstjórnum ber enn fremur að tryggja að skipulagsákvarðanir hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Ákveða skal legu flutningslína í skipulagi að fenginni tillögu flutningsfyrirtækisins í samræmi við kerfisáætlun, að höfðu samráði þess og skipulagsyfirvalda.

    Um málsmeðferð samkvæmt grein þessari fer að öðru leyti samkvæmt skipulagslögum eftir því sem við á, að teknu tilliti til stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og markmiða kerfisáætlunar.”

    Gerð er athugasemd við að tillaga Landsnets um uppbyggingu kerfisins, hefur ekki að geyma sérstakan kafla þar sem til umfjöllunar eru möguleg áhrif kerfisáætlunar á skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Auk þess að ekki sé gerð grein fyrir nausynlegu samráði við sveitarstjórnir um efni kerfisáætlunar með mun ítarlegri hætti. Að hefja samráðsferli við sveitarstjórnir eftir að kerfisáætlun hefur verið samþykkt er of seint enda telst hún eins og fyrr greinir þá orðin bindandi fyrir sveitarfélögin.

    Vegna framangreindra ákvæða í 9. gr. laganna er nauðsynlegt að Landsnet taki upp breytta starfshætti og fylgist náið með, sýni frumkvæði og hafi samráð við sveitarfélög sem þurfa að gera breytingar á skipulagsáætlunum sínum vegna kerfisáætlunar enda ber að gera það. Landsneti er jafnframt bent á að þau geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri þegar sveitarfélög fara í endurskoðun á aðalskipulagi.

    Stjórn SASS telur að Landsnet hafi stigið jákvætt skref í að kynna áætlunin en stjórn samtakanna gagnrýnir að kerfisáætlunin hafi verið lögð fram svo stuttu fyrir sumarleyfi. 

    Stjórn SASS tekur undir athugasemdir sem fram koma í bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til Landsnets og dagsett er X. júlí 2018.

    Núverandi staða flutningskerfisins er mikið áhyggjuefni. Stjórn SASS vill því árétta sérstaklega það álit sitt að sá valkostur að gera ekki neitt fyrir flutningskerfi raforku er ekki raunhæfur valkostur fyrir sveitarfélögin. Bregðast verður við þeim breytingum sem framundan eru þannig að áfram verði staðinn vörður um uppbyggingu á öflugu á flutningskerfi raforku sem er afar mikilvægur þáttur í byggða- og atvinnuþróun um land allt.

Formaður þakkaði að lokum fráfarandi stjórn og starfsmönnum samtakanna fyrir mjög gott og gefandi samstarf á liðnum árum. Hann óskaði jafnframt samtökunum velfarnaðar á komandi árum.

Næsti fundur stjórnar verður ákveðinn síðar.

Fundi slitið kl. 16:14.

Gunnar Þorgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Eva Björk Harðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Sæmundur Helgason
Eggert Valur Guðmundsson
Trausti Hjaltason
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyþór H. Ólafsson
Bjarni Guðmundsson

534. fundur stjórnar SASS (.pdf)