6. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2018
Austurvegi 56, 12. desember, kl. 13:00
Boðuð á fund; Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir.
Fundinn sátu Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi).
Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framvæmdarstjóri og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1. Tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands 2019
Verkefnastjórn leggur til eftirfarandi áhersluverkefni á árinu 2019:
1) Stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 2024, 5,5 mkr.
2) Aðgerðaráætlun um úrgangsmál á Suðurlandi, 6 mkr.
Lagt er til að fella niður eftirstöðvar verkefnisins „Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands“ á sama tíma og lagt er til að samþykkja þetta verkefni. Þar sem verkefni þetta er afleiða þeirra vinnu og ein helsta tillaga samráðsfundanna sem haldnir voru um landshlutann með þátttöku yfir 200 aðila, um gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland.
3) Aðgerðaráætlun um loftlagsmarkmið Suðurlands, 8 mkr.
4) Ráðstefna um náttúruvá, 1 mkr.
5) Umhverfis- og þematengdar samgöngur – Ferðamannaleiðir, 4 mkr.
Lagt er til að fella niður eftirstöðvar verkefnisins „Kortavefur Suðurlands“ á sama tíma og lagt er til að samþykkja þetta verkefni. Þegar hafði verið ákveðið vinna að hluta sömu verkefni en nýtt verkefni betur afmarkað og sem ein tillagna af samráðsfundunum um gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland.
6) Starfamessa 2019, 4 mkr.
Lagt er til að í tengslum við árangursmat, sem er einn þáttur verkefnisins, verði einnig unnið að mati á árangri sambærilegra verkefna á Suðurlandi. Er þá átt við verkefni sem einnig hafa verið unnin með stuðningi Sóknaráætlunar Suðurlands, á Höfn og í Vestmannaeyjum.
7) Aðgerðaráætlun um eflingu lýðfræðilegrar þróunar miðsvæðisins, 3,5 mkr.
8) Svæðisskipulag Suðurhálendis – Forathugun, 500 þkr.
9) Fjárhagslegt gildi landbúnaðar á Suðurlandi, 2,3 mkr.
10) Jafningjafræðsla á Suðurlandi – forvarnir gegn vímuefnum, 6 mkr.
Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 6 mkr. Þar af lagt til að fjármagna 4 mkr. úr Sóknaráætlun Suðurlands og 2 mkr. úr rekstri SASS, í tilefni af 50 ára afmæli SASS á árinu 2019.
11) Starfshópur um húsnæðisúrræði nemenda við Fsu, 500 þkr.
12) Reko matarmarkaðir á Suðurlandi, 1,5 mkr.
Lagt er til að fella niður eftirstöðvar verkefnisins „Sunnlenskar vörur“ og á sama tíma lagt til að samþykkja þetta verkefni.
13) Almenningssamgöngur sem liður í byggðaþróun, 9 mkr.
14) Samræmd ímynd og ásýnd Suðurlands í myndum og textum, 3,5 mkr.
15) Áhrif stækkunar hafnarinnar í Þorlákshöfn á atvinnuþróun á Suðurlandi, 4,5 mkr.
2. Menningarkort Suðurlands – drög
Drög lögð fram til kynningar. Samstarfsaðilar hafa fram til 19. desember að yfirfara og staðfesta réttar upplýsingar. Samþykkt að prenta og koma í dreifingu að loknu samráðsferli.
3. Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða landshluta
Til upplýsingar tölvupóstur um að opnað verði fyrir umsóknir í byrjun janúar á næsta ári vegna úthlutana á árinu 2019.
4. Drög að fjárhagsáætlun Sóknaráætlunar Suðurlands 2019
Samningurinn lagður fram til kynningar.
5. Fundargerð 48. fundar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
Drög að fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar og umræða um áætlunina. Ákveðið að taka áætlunina upp að nýju á fyrsta fundi næsta árs þegar staðfest rekstraryfirlit liggur fyrir vegna ársins 2018 og áhersluverkefni hafa verið staðfest.
Fundi slitið kl. 15:00