fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga standa fyrir námskeiði í markaðssetningu á netinu og verður það haldið í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi 29. og 30 apríl n.k.

Kennarar eru Edda Sólveig Gísladóttir og Gunnar Thorberg Sigurðsson frá Kapli markaðsráðgjöf.

Á fyrri degi námskeiðsins verður farið yfir grunninn í markaðssetningu, markaðssetningu á netinu og samfélagsmiðla í markaðssetningu. Seinni daginn fá svo þáttakendur einkaráðgjöf þar sem farið verður yfir fyrirliggjandi gögn hvers og eins í markaðssetningu og forgangsröðun með aðgerðalista unnin.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem þurfa að vera sýnilegir með vöru eða þjónustu á netinu og er styrkt af Sóknaráætlun Suðurlands.

Verð kr 7.500, skráningu lýkur 25. apríl og athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði

Dagskrá námskeiðs:

Mánudagur 29. apríl kl. 09:00 – 17.00

  • Markaðsfræði 101 – Grunnurinn í markaðssetningu
  • Markaðssetning á netinu – Helstu leiðir og tækifæri
  • Samfélagsmiðlar – Instagram, FB, Snapchat, Tripadvisor, Twitter og fleiri
  • Masterclass – Sjálfboðaliði fær vefsíðuklíník

Þriðjudagur 30. apríl

  • Hvert fyrirtæki fær einkaráðgjöf (1 klst)
  • Farið yfir fyrirliggjandi gögn, bæklinga, vefsíðu, samfélagsmiðla og sölu- og markaðsaðgerðir.
  • Forgangsröðun og aðgerðalisti unninn.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á hrafnkell@hfsu.is en skráning á námkeiðið er hér