2. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2019
Austurvegi 56, 29. mars, kl. 14:00
Boðuð á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar, Arna Ósk Harðardóttir, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland.
Mætt á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnastjórnar, Arna Ósk Harðardóttir, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland. Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framkvæmarstjóri og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Arna Ír Gunnarsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1. Fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu 2019
Verkefnisstjórn Sóknaráæltunar Suðurlands hafði til umfjöllunar tillögur fagráða um úthlutun styrkja á sviði menningarverkefna og atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu. Umsóknir að þessu sinni voru 107, þar af í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 49 og 58 í flokki menningarverkefna.
Verkefnastjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti að veita 74 verkefnum styrk, samtals fyrir um 50 mkr. Samþykkt var að veita 29 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, samtals að upphæð 24.800.000, kr. og 45 verkefnum í flokki menningarverkefna, samtals að upphæð 25.350.000, kr.
Sjá lista yfir styrkveitingarnar í viðauka fundargerðar.
2. Stefnumótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 202419
a) Sviðsstjóri kynnti áætlun um framkvæmd stefnumótunarvinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 2024. Kynningarrit um stefnumótunarferlið hefur verið sent á sveitarfélögin. Kynningarritið lagt fram til kynningar.
b) Tilboð í vinnu við stefnumótunarferlið rædd. Verkefnastjórn leggur til að gengið verði til samninga við Capacent á grundvelli fyrirliggjandi lægsta tilboðs. Lögðu Capacent fram greinargóða verkáætlun til samræmis við áætlun SASS um framkvæmdina.
c) Bréf frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga um fjármögnun stefnumótunarvinnu við gerð nýrra sóknaráætlana lagt fram til kynningar.
3. Innsendar tillögur að áhersluverkefnum
Máli frestað til næsta fundar.
4. Fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
Fundargerðir 49., 50. og 51. lagðar fram til kynningar.
Viðauki við fundargerð. Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands vor 2019:
Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni:
Fjölnýting varma í dreifbýli |
Raföld ehf |
2.000.000 |
Broddur byggir upp – áhrif inntöku |
Jorth ehf. |
1.800.000 |
Baðhús Eyrarbakka |
1765 ehf. |
1.500.000 |
Project Lucia grow light |
Lumen ehf. |
1.500.000 |
Kolefnisjöfnun með endurvinnslu á plasti |
Áslaug Hulda Jónsdóttir |
1.500.000 |
Umhverfisvænt Viðgerðarmalbik |
Midbik ehf. |
1.500.000 |
Mosey – Hreinsivörur |
MOSEY ehf. |
1.400.000 |
Fjölin Timburvinnsla |
Skúli Thoroddsen |
1.000.000 |
Beauty by Iceland |
Erna Hödd Pálmadóttir |
1.000.000 |
Áhrif LED lýsingar á gróðurhúsatómata |
Landbúnaðarháskóli Íslands |
1.000.000 |
Hlöðueldhúsið, þróun hugmyndar |
Hrönn Vilhelmsdóttir |
1.000.000 |
Icelandic Lava Show – þróun minjagripa |
Ragnhildur Ágústsdóttir |
1.000.000 |
Ride With Locals markaðssetning erlendis |
Ride With Locals ehf. |
800.000 |
Þróunarverkefni um alþjóðaflugvöll í Árb |
Andri Björgvin Arnþórsson |
750.000 |
Endurvinnsla með vermicompost aðferð. |
Sigurjón Vídalín Guðmundsson |
750.000 |
Gestafjárhús |
Gljásteinn ehf |
600.000 |
Heimsókn í fjárhús |
Einar Kristinn Stefánsson |
600.000 |
Wappaðar leiðir í Vatnajökulsþjóðgarði |
Wapp – Walking app ehf. |
500.000 |
Kynning á manngerðum hellum á Ægissíðu |
Árni Freyr Magnússon |
500.000 |
Varðveisla og þróun ávaxtayrkja |
Ólafur Sturla Njálsson |
500.000 |
Umhverfisstjórnunarkerfi f.sveitarfélög |
Elísabet Björney Lárusdóttir |
500.000 |
Uppspuni – Smáspunaverksmiðja |
Sveitakarlinn ehf. |
500.000 |
DFS TV |
Gunnar Páll Pálsson |
500.000 |
Heilsueflandi markaðssókn |
Jaqueline Cardoso da Silva |
400.000 |
Nýsköpunarverkefni í steinsteypu |
SPESÍAN ehf. |
400.000 |
Tröllaleitin |
Ágúst Freyr Kristinsson |
400.000 |
VAX |
Sandra Grétarsdóttir |
300.000 |
Ilmurinn p.2 |
Ásthildur Þorsteinsdóttir |
300.000 |
Hugbúnaðarhúsið Hekla |
Eyþór Máni Steinarsson |
300.000 |
Menningarverkefni:
Sumartónleikar í Skálholti 2019 |
Sumartónleikar Skálholtskirkju |
1.500.000 |
Með eld í hjarta |
Góli ehf |
1.500.000 |
Íspinninn |
Margrét Gauja Magnúsdóttir |
1.200.000 |
MORGUNSKÓGURINN |
Gullkistan, miðstöð sköpunar ehf. |
1.000.000 |
Ferð til eldjöklanna 2.áfangi |
Halldór Ásgeirsson |
1.000.000 |
Vírdós Tónlistarhátíð |
Vilhjálmur Magnússon |
1.000.000 |
Englar og menn 2019 |
Björg Þórhallsdóttir |
900.000 |
Ullarvika 2020 – South Iceland Woolweek |
Þingborg svf |
800.000 |
Þjóðsagnavefur – Suðurland |
Kirkjubæjarstofa |
800.000 |
EINS VETRA – (Fyrri hluti) |
Home Soil ehf. |
800.000 |
Teikning (vinnuheiti) |
Listasafn Árnesinga |
800.000 |
Norðurljósablús 2019 tónlistarhátíð |
Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar |
800.000 |
Smáleikhúsið |
Aron Martin de Azevedo |
750.000 |
Saga Listavinnusetur |
Hrefna Lind Lárusdóttir |
700.000 |
Menningarstarf að Kvoslæk |
Rut Ingólfsdóttir |
650.000 |
Farfuglar um suðurland |
Sigurgeir Skafti Flosason |
600.000 |
Kambur þar sem listin lifir |
María Björk Gunnarsdóttir |
500.000 |
70 ára afmælishátíð Skógasafns |
Byggðasafnið í Skógum |
500.000 |
BRIM kvikmyndahátíð |
Guðmundur Ármann Pétursson |
500.000 |
Þrettándinn – heimildarmynd |
SIGVA media ehf. |
500.000 |
Lífið í skóginum (vinnuheiti) |
Eva Bjarnadóttir |
500.000 |
Söngur og sagnir af Suðurlandi |
Hilmar Örn Agnarsson |
500.000 |
Áframhald Handverksdagur gamalla hefða |
Víkingafélag Suðurlands |
450.000 |
Tjarnarsýn |
Náttúrustofa Suðausturlands ses. |
450.000 |
Blúndur & Blásýra |
Leikfélag Vestmannaeyja |
400.000 |
Sagan gerð aðgengileg |
Héraðsskjalasafn Árnesinga |
400.000 |
Bækur og bakkelsi |
Héraðsskjalasafn Árnesinga |
400.000 |
HEIMAMAÐURINN | LOCALS |
Lília Andreia Ferreira De Carvalho |
400.000 |
Lífið í skóginum (vinnuheiti) |
Elín Gunnlaugsdóttir |
400.000 |
Brassrock Lúðrasveitar Þorlákshafnar |
Lúðrasveit Þorlákshafnar |
400.000 |
Bach kantötur á Skálholtshátíð |
Jón Bjarnason |
400.000 |
Undurdjúp – tónleikaröð |
Unnur Malín Sigurðardóttir |
400.000 |
Walden – Lífið í skóginum – |
Auður Hildur Hákonardóttir |
380.000 |
Tónahátíð í Flóahreppi 2019 |
Flóahreppur |
350.000 |
Argentísk tangóveisla á Friðheimum |
Jón Bjarnason |
350.000 |
Nýjir íbúar Bláskógabyggðar |
Herdís Friðriksdóttir |
300.000 |
Fuglatónleikar – Eru fuglar líka fólk? |
Bakkastofa ehf. |
300.000 |
Hálft í hvoru – Tónleikar |
Kristín Jóhannsdóttir |
300.000 |
Tekið á móti Stúlku á Konubókastofu |
Konubókastofan, félagasamtök |
250.000 |
Listasmiðja við ströndina |
Alda Rose Cartwright |
250.000 |
Umbrotatímar með Svabba Steingríms |
Sindri Ólafsson |
250.000 |
ListiVík |
Antoine Michel Brieuc Blondé |
200.000 |
Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti |
Björn Bjarnason |
200.000 |
Myndir á sýningur |
Jóhann Ingvi Stefánsson |
200.000 |
Furðufiskur í grennd (vinnuheiti) |
Sveitarfélagið Hornafjörður |
120.000 |
Fundi slitið kl. 16:50.