Markmið
Kynning fyrir ungmenni í tveim efstu bekkjum grunnskóla og tveim fyrstu árum framhaldsskóla á Suðurlandi á þeim námsleiðum og störfum í verk-, tækni- og iðngreinum sem í boði eru á svæðinu til að auka áhuga og þátttöku þeirra.
Verkefnislýsing
Sunnlensk fyrirtæki og skólar sameinast um að kynna sig og sínar náms- og atvinnugreinar á líflegan og spennandi hátt fyrir ungmennunum. Messan er nú haldin í þriðja sinn við FSu á Selfossi.
Einnig verður unnið árangursmat í ár, hver er árangur verkefnisins og hverju hefur það skila í formi viðhorfa nemenda, samhliða verður árangur metinn af sambærilegum verkefnum sem þegið hafa stuðning sem áhersluverkefni, í Vestmannaeyjum og á Höfn.
Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019
Verkefnið tengist sérstaklega eftirfarandi 3 þáttum
- Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
- Hækka menntunarstig á suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengi að menntun í heimabyggð
- Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun
Lokaafurð
Viðburðurinn Starfamessa 2019. Árangursmat.
Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Fyrirtæki og skólar á Suðurlandi
Heildarkostnaður
4.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000.-
Ár
2019
Tímarammi
Lokið maí 2019
Árangursmælikvarði/ar
Fjöldi nema í verk-, tækni og iðngreinum síðan haustið 2016 sem telja má vera árangur af fyrri Starfamessum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi áhugaaukningu.
Staða
Lokið
Myndir fengnar á heimasíðu FSU
Lokaskýrsla Starfamessu 2019, med könnun (.pdf)
Starfamessa 2019 lokaskyrsla med konnun