554. fundur stjórnar SASS
Haldinn að Austurvegi 56, Selfossi
7. febrúar 2020, kl. 13:00 – 16:00
Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Ari Björn Thorarensen og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir sem varamaður Friðriks Sigurbjörnssonar sem boðaði forföll. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tengdist fundinum með fjarfundabúnaði. Þá sitja fundinn Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
.1. Fundargerð
Fundargerð 553. fundar undirrituð.
2. Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024
Áhersluverkefni 2020
Framangreind áhersluverkefni eru flest styrkt til eins árs en tvö verkefni Úthafsfiskeldi við Vestmannaeyjar og Matartækni fyrir Suðurland fá styrk skv. ofanangreindu til tveggja ára gefið að áætlun ársins 2020 standist. Fjárveiting til verkefnisins R&D – Orkufrek matvælaframleiðsla á Suðurlandi er háð því skilyrði að mótframlag að sömu fjárhæð fáist frá Landsvirkjun. Verkefnið er styrkt til tveggja ára og vilyrði er til að styrkja það árlega um 15 m.kr. fyrir árabilið 2022 – 2024 enda standist það mat sem fram fer í árslok 2021.
Framangreind tólf áhersluverkefni eru í þremur mismunandi málaflokkum, þ.e. atvinnu- og nýsköpun, samfélag og umhverfi. Fjögur verkefni í hverjum flokk.
Samtals samþykkir stjórn að veita 54,75 m.kr. á árinu 2020 og séu fyrrgreind skilyrði uppfyllt er fjárhæðin 21,5 m.kr. á árinu 2021 og árlega 15 m.kr. á árabilinu 2022 – 2024.
3. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
a. Tillaga til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, 55. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0055.html
Stjórn SASS áréttar að á nýliðnu ársþingi samtakanna var ítrekuð nauðsyn þess að fjárlaganefnd Alþingis kæmi Menningarsal Suðurlands á Selfossi á fjárlög. Um leið og stjórn SASS áréttar þetta sjónarmið tekur hún undir ályktun Sveitarfélagsins Árborgar um að mikilvægt sé að menningasalur á Suðurlandi sé fullgerður.
b. Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 67. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0067.html
Stjórn SASS fagnar framkominni tillögu og tekur undir með flutningmönnum hennar. Mikilvægt er að skoða hvort á Hornafjarðarflugvelli sé nægjanlegur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi sem núna hafa heimild til þess að fljúga um völlinn.
c. Tillaga til þingsályktunar um innviðauppbyggingu og markaðssetningu hafnarinnar í Þorlákshöfn, 61. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0061.html
Stjórn SASS fagnar framkominni tillögu. Stjórn telur mikilvægt að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Starfshópnum er ætlað að vinna tillögu um hvernig bæta megi og auka öryggi og dýpi í og við innsiglingu í höfnina. Loks að hann komi fram með tillögur um hvernig bestum árangri verði náð í markaðssetningu hafnarinnar innan lands og utan. Stjórn minnir á að Sveitarfélagið Ölfus hefur látið vinna forhönnun á breytingum sem gera myndi höfninni mögulegt að taka á móti skipum sem eru 180 metra löng og 34 metra breið. Vitað er af áhuga til að sigla slíkum farþegaferjum reglulega milli Þorlákshafnar og hafna bæði í Bretlandi og meginlandi Evrópu. Mikilvægt er því að meðal verkefna starfshópsins verði einnig að kynna sér þessar forsendur og tryggja fjármögnun til slíkra framkvæmda. Loks er áréttuð nauðsyn þess að heimamenn eigi fulltrúa í starfshópnum.
4. Önnur mál til kynningar og umræðu
a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka
Lagðar fram til kynningar, fundargerð 51. og 52. funda stjórnar SSNV, 752. fundar stjórnar SSS, 480. fundar stjórnar SSH og 878. fundar stjórnar sambandsins.
b. Fjárveiting til upplýsingamiðstöðva á Suðurlandi
Grétar Ingi fer yfir stöðuna og þær breytingar sem Ferðamálastofa leggur til á fyrirkomulagi þessa árs en óánægja er hjá hagaðilum á Suðurlandi um framkvæmd breytinga á fjárveitingu til upplýsingamiðstöðva. Í dag er ekki komin sú stafræna lausn á upplýsingaveitu til ferðamanna sem getur leyst af hólmi mannaðar upplýsingaveitur að fullu. Skipting fjármagns sem lögð hefur verið til af Ferðamálastofu er ekki sanngjörn. Taka þarf tillit til stærðar landshlutans og fjölda ferðamanna sem heimsækir hann.
Næsti fundur stjórnar er föstudaginn 6. mars nk.
Fundi slitið kl. 15:10.
Eva Björk Harðardóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Helgi Kjartansson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir