Lumar þú á góðri viðskiptahugmynd sem þig langar að þróa áfram, kanna möguleika á að hrinda í framkvæmd, læra um stofnun og rekstur fyrirtækja og læra að koma hugmyndum þínum á framfæri? Þá er Brautargengi fyrir þig. Þú vinnur með hugmyndina þína, skrifar heildstæða viðskiptaáætlun undir leiðsögn sérfræðinga og lærir um stofnun og rekstur fyrirtækja.
Brautargengi er námskeið sem er sniðið sérstaklega að þörfum kvenna sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og kvenna sem eru þegar í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Markmið
- Þátttakendur ljúki við vinnu að eigin viðskiptaáætlun
- Öðlist þekkingu á grundvallaratriðum við stofnun fyrirtækis
- Fái hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem lúta að fyrirtækjarekstri s.s. markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
- Aukin tengsl