Grein þessi er fengin á vef crv.is, sjá hér.
Fyrirvari: Þegar þetta blogg er skrifað þá eru öll þessi námskeið frí, en búast má við því að sú staða breytist þegar líður á og því ekki öruggt að þau séu frí í dag.
Ef það er einhver tími til þess auka þekkingu og læra nýja hluti þá hlýtur sá tími að vera núna. Reikna má með því að stærstur hluti þeirra sem vinnur í ferðaþjónustu hafi lítið fyrir stafni og sömu sögu má segja af þeim sem þjónusta þá grein. Það er því upplagt að renna yfir stöðuna í markaðsmálum fyrirtækja og fá nýjar hugmyndir sem nýta má þegar birtir aftur til.
Við höfum því tekið saman lista yfir nokkur námskeið frá ýmsum fyrirtækjum sem eru í boði á netinu. Þau eru að öllu jafna nokkuð dýr, en vegna aðstæðna eru þau nú ókeypis og því er um að gera að nýta tímann næstu vikur til að læra eitthvað nýtt eða rifja upp gamla takta.
Listi yfir frí námskeið
- Moz Academy – SEO námskeið
- Námsefni: Leitarvélabestun (SEO)
- Til að nálgast námskeiðið frítt þarf að nota “wegotthis” afsláttarkóða til að fá aðgang.
- 13 námskeið – 18klst af efni.
- DigitalMarketer – Aðgangur að Labs
- Námsefni: Stafræn markaðssetning eins og hún leggur sig
- 14 daga frír aðgangur
- 11 námskeið og 36 “playbooks” sem aðstoða notendur við að setja sér markmið og fylgja þeim eftir.
- Ahrefs – Blogging for business
- Námsefni: Efnismarkaðssetning, leitarvélabestun og textaskrif
- 10 myndbönd – um 5klst af efni.
- Skillshare – Digital marketing courses
- Námsefni: Samansafn af öllu sem við kemur stafrænni markaðssetningu
- 2 mánaða frí áskrift
- Blue Array Academy
- Námsefni: Leitarvélabestun (SEO)
- Til að nálgast námskeiðið frítt þarf að nota “WeGotYouCovered” afsláttarkóða til að fá aðgang.
- 1 stórt námskeið – Yfir 27klst af efni.
Frí tól og tæki auk námskeiða frá smærri aðilum.
- Frítt námskeið á íslensku í Omni Channel hjá beomni.is (7. apríl)
- Oppty frá SEMrush
- Frí námskeið á Bitdegree
- Sala og efnismarkaðssetning hjá Siegemedia
- Do You Even Blog – Crush Your Content námskeið
- Growth Marketing Minidegree hjá CXL
- Frí námskeið á Udacity
Leiðbeiningar fyrir Google og Facebook
Hér að lokum eru svo þrjú blogg frá okkur:
- Hvað er Google Tag Manager?
- Hvernig á að setja upp Google Analytics
- Hvernig virkar Facebook Business Manager?
Svo lengi lærir sem lifir. Það skiptir ekki máli hve mikla þekkingu þú hefur fyrir, það má finna eitthvað fyrir alla í þessum námskeiðum sem hafa verið talin upp og það er von okkar að það finni allir eitthvað við sitt hæfi.