fbpx

563. fundur stjórnar SASS 
Haldinn í fjarfundi 
28. október 2020, kl. 16:30 – 18:30 

Þátttakendur: Eva Björk Harðardóttir formaður, Helgi Kjartansson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Grétar Ingi Erlendsson og Ásgerður Kristín Gylfadóttir. Fundarmenn tegjast fundinum í gegnum fjarfundarhugbúnað. Einnig taka þátt í gegnum fjarfundarhugbúnað Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerð 562. fundar staðfest en hún verður undirrituð síðar.

2. Ársþing SASS 2020

a. Dagskrá ársþings og aðalfundar

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu lokadrög að dagskrá komandi árþings og aðalfundar SASS sem fram fer á morgun. Stjórn staðfesti dagskrárnar.

b. Skipan þingfulltúa í starfshópa ársþingsins

Farið yfir verklag starfshópanna og hvaða spurningar yrðu lagðar fyrir þá en alls verða hóparnir níu og um 10 þingfulltrúar í hverjum hóp. Stjórnarmenn verða formenn í hópunum og þeir munu leiða vinnu starfshópanna um nýsköpun og ritarar hópanna verða ráðgjafar á vegum SASS. Stjórn skipaði þingfulltrúa í starfshópa ársþingsins en gert er ráð fyrir að þeir muni starfa áfram eða fram að næsta ársþingi 2021.
Aldís Hafsteinsdóttir er formaður kjörbréfa- og kjörnefndar en hún var kosin á síðasta aðalfundi.

3. Sóknaráætlun Suðurlands – seinni úthlutun úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Grétar Ingi og Friðrik véku af fundi þegar þessi liður er á dagskrá þar sem fyrirtæki sem þeir tengjast eiga umsóknir í sjóðnum. Þetta er gert til að tryggja málsmeðferð við úthlutunina og er til samræmis við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.

a. Formaður kynnir að alls bárust 165 umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2020. Umsóknir í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna eru 72 og í flokki menningarverkefna eru 93.

Fagráð atvinnu- og nýsköpunar leggur til að veita 31 af 72 verkefnum styrk eða 43% umsókna. Samtals leggur ráðið til að úthluta 20 m.kr.
Fagráð menningar leggur til að veita 54 af 93 verkefnum styrk eða ríflega 58% umsókna. Samtals leggur ráðið til að úthluta 20 m.kr.
Stjórn samþykkir framangreindar tillögur fagráðanna og eftirtalin verkefni hljóta því styrk:

Atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefni

Heiti verkefnis

Styrkþegi

Upphæð

Loftþurrkað rauðvínslambalæri á suður-evrópska vísu

 Roberto Tariello

 1500000

Viðskiptaáætlun fyrir fjármögnun 5300 tonna fiskeldisstöðvar

 Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf.

1250000

Reynsluverkefni – Lífræn Hvítlauksrækt á Efri-Úlfsstöðum í A

 Hörður Bender

 1200000

Fullvinnsla á eldislaxi

Grétar Ingi Erlendsson

 1000000

Salt Súrsað Grænmeti

 Hallur Hróarsson

 1000000

Endurvinnsla með vermicompost aðferð 3

 Sigurjón Vídalín Guðmundsson

1000000

HorseDay

 MOM ehf.

1000000

ÍSHAMPUR

 Eldfell Innovation IVS

 900000

Fjölvirkar gæðasápur

 Guðrún Helgadóttir

800000

Vatnsrofin fiskiprótín úr hliðarafurðum fiskvinnslu

 Langa ehf.

 800000

Hrafntinnugerð með bræðslu á súru hrauni úr Kötlu

 Icelandic Lava Show ehf.

 750000

Vöruþróun og markaðssetning

Sólsker ehf

 700000

Fullvinnsla á sæbjúgum Hafnarnes

VER hf.

600000

Heilsu- og sjúkraþjálfun hrossa

 Kalsi ehf.

 600000

Laxaafurð

Fiskás ehf.

 550000

COD WINGS ÞORSK VÆNGIR

 Gísli Matthías Auðunsson

500000

BestaGró: Lífrænn áburður unnin úr íslenskum sjávarafurðum

 Margrét Kara Sturludóttir 500000

 

Framleiðsla á tilbúnum matvælum úr villibráð

Pálmi Geir Sigurgeirsson

 500000

Hágæða íslenskir grænkera ostar

 Livefood ehf.

 500000

Otoseeds

Mörður Gunnarsson Ottesen

500000

Undir sama þaki

 Burstasteinn ehf.

 500000

Þróun, uppbygging og markaðssetning á rafhjólaferðum

Midgard Adventure ehf.

 450000

Via Ferrata í Mýrdal

 True Adventure ehf.

400000

Ölverk – hot sauce framleiðsla

 Einfalt ehf.

 400000

Tindaborg

Tindaborg ehf.

400000

Softana Original Markaðsherferð

Bjarni Einarsson

300000

Markaðsefni fyrir sprettur

Aldingróður ehf.

300000

Skræður – Markaðsherferð

Ársæll Markússon

 300000

Sjálfbært mál

Brynja Davíðsdóttir

300000

Íslenska flóruspilið

Guðrún Bjarnadóttir

 250000

Fab Lab-langspil

Eyjólfur Eyjólfsson

250000

Menningarverkefni

Heiti verkefnis

Styrkþegi

Upphæð

Skjálftinn

Biðukolla ehf.

1500000

Óperutónleikar Árnesi / Óperu-og skólatónleikar Höfn

 Góli ehf

900000

Jólin koma – Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

 Góli ehf

850000

NEST (FYRSTI HLUTI)

Home Soil ehf.

700000

Þjóðsagnavefur – Suðurland

Kirkjubæjarstofa

700000

Uppsetning myndlistarsýningar Katrínar Sigurðardóttur 2021

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

650000

Baðstofan

Gullkistan, miðstöð sköpunar ehf.

600000

Sjósókn frá Landeyjasandi

Kvenfélagið Freyja

600000

Tími fyrir sjálfstætt fólk / Time for independent people

Barbora Fialová

500000

Félagslíf eldri borgara á Suðurlandi

 Anna Edit Dalmay

500000

Allt í björtu báli – Eg var ung gefin Njáli

Tjörvi Óskarsson

500000

Norðurljósablús 2021 tónlistarhátíð

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar

500000

Sálarsmurstöðin

Kristín Björk Kristjánsdóttir

 450000

Fornar Ferðaleiðir – ENDURHEIMT – HANDBÓK

 Kirkjubæjarstofa

400000

Paradís Amatörsins

Tinna Ottesen

400000

Lifandi tjáning í safni – með safneign

Listasafns Árnesinga Listasafn Árnesinga

400000

Þjóðleikur á Suðurlandi 2020 – 2021

 Magnús Jóhannes Magnússon

400000

Undirbúningur og uppsetning sýningar í Skálholti

Prentsögusetur

400000

Tónleikar með íslenskum þjóðlögum: „Ný upp ran þín sumarsól“

 Edit Anna Molnár

400000

Tónlist í kirkjum

Rut Ingólfsdóttir

400000

Bjartir sunnudagar á Eyrarbakka

Bakkastofa ehf.

300000

Fornbýli í landslagi – ljósmynda- og veggspjaldasýning

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

300000

Fiðlufjör á Hvolsvelli 2021

 Chrissie Telma Guðmundsdóttir

300000

Litla jörðin, vinnusmiðja

Agnes Hjaltalín Andradóttir

300000

Gamanleikrit

Leikfélag Hveragerðis

300000

Örsögur – Kynning á verkum úr safneign

Listasafn Árnesinga

300000

Hundalíf, einkasýning Bjargeyjar Ólafsdóttur

Listasafn Árnesinga

300000

Yfirtaka í Listasafni Árnesinga

Anna Kolfinna Kuran

 300000

„Ó flýt þér nær þegar vorharpan slær“ – Eyjalög að sumri

Guðný Charlotta Harðardóttir

300000

Gestagangur í Þorlákskirkju með jólaívafi

Tómas Jónsson

300000

Gímaldin í Fagurhólsmýri

Gísli Magnússon

300000

Grímsvatnagos í tónum og mynd

Lilja Magnúsdóttir

300000

Hamingjuaukandi vortónleikar Kyrjukórsins í Þorlákshöfn

 Biðukolla ehf.

300000

Jól á Flúðum

Guðmundur Karl Eiríksson

300000

Sunnlenskir stórtónleikar á streymisveitum

Heimir Eyvindsson

300000

Byrjendanámskeið í raftónlist fyrir unglinga.

Listasafn Árnesinga

250000

Vetrarsmiðjur við ströndina

 Alda Rose Cartwright

250000

Í það minnsta kerti og spil – jóladagskrá Byggðasafns Árn.

Byggðasafn Árnesinga

250000

Skapandi rými

Midgard Base Camp ehf.

 250000

„Forrest Forrester’s audio-visual performances“

Aleksandra Krystyna Baldyga

250000

Jónas Friðrik – tónleikar

Vestmannaeyjabær

250000

Sundlaugarpartí

 Menningarmiðstöð Hornafjarðar

250000

Spunavélin

Sigurður Ingi Einarsson

200000

Steinaríkið

Hanna Dís Whitehead

200000

Tónlistarbekkir

Inga Margrét Jónsdóttir

200000

Víkingar – card game

Mateusz Bartosz Borkowski

200000

Mósaík Vinnustofur

 Helga Jónsdóttir

200000

Barnabókahöfundar heimsækja bókasafn og grunnskóla á Höfn

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

150000

Rithöfundakvöld MMH

 Menningarmiðstöð Hornafjarðar

 150000

Upplestrakvöld með fjölmenningarlegu ívafi

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

150000

1000 Andlit heimaeyjar

Bjarni Sigurðsson

150000

Íbúar Bláskógarbyggðar

 Ívar Sæland

150000

MUUR

 Lind Völundardóttir

150000

Mannlíf og byggð í glerplötusafni Kjartans Guðmundssonar.

Vestmannaeyjabær

100000

Grétar Ingi og Friðrik komu á fundinn að lokinni umfjöllun.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka.

Lögð fram til kynningar, fundargerð 508. fundar stjórnar SSH, fundargerð 156. fundar stjórnar SSV, fundargerð 761. fundar stjórnar SSS, fundargerð 59. fundar stjórnar SSNV, fundargerð 15. fundar stjórnar SSNE, fundargerð 889. fundar stjórnar sambandsins og fundargerð 64. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins.

b. Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Formaður kynnti verkefnið. Tillögur hafa borist frá eftirfarandi sveitarfélögum: Rangárþingi eystra en það verkefni tengist Njálureflinum, Mýrdalshreppi en það verkefni tengist uppbyggingu Halldórsbúðar og Sveitarfélaginu Hornafirði en það verkefni tengist uppbyggingu á Miklagarði.

Stjórn er samþykk því að samtökin skili inn umsóknum fyrir öll þrjú framangreind verkefni enda falla þau vel að skilgreindum áherslum verkefnisins en lögð er áhersla á stuðning við svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang.

c. Stafrænt ráð sveitarfélaga

Friðrik fór yfir umræður sem fóru fram á fundi stafræns ráðs sveitarfélaganna. Stjórn fjallaði um áherslur og forgangsröðun verkefna á vegum sveitarfélaganna í stafrænum málum á komandi tímabili.

d. Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar

Formaður kynnti erindi sem samtökunum hefur borist frá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Fyrirsvarsmenn SAF fara fram á niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga geta ekki fellt niður eða breytt álagningu fasteignagjalda. Fyrirsvarsmönnum SAF er bent á að beina erindi sínu til sveitarfélaga.

Stjórn SASS áréttar að ferðaþjónustan hefur staðið undir verulegum hluta hagvaxtar á Íslandi síðustu ár. Eigi ferðaþjónustan áfram að geta gegnt því hlutverki sem henni er ætlað er afar mikilvægt að koma henni ólaskaðri í gegnum COVID-19 tímabilið þannig að greinin geti hratt brugðist við breyttu ástandi. Stjórn SASS hvetur sveitarfélög til þess að leita allra leiða til að standa með fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna COVID-19.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 6. nóvember kl. 13:00.

Fundi slitið kl. 18:00.

Eva Björk Harðardóttir
Helgi Kjartansson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Grétar Ingi Erlendsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Ari Björn Thorarensen

563. fundur stj. SASS