fbpx

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. – 29. mars nk. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.

Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
  2. Blöndun annarra hráefna við ull
  3. Ný afurð
  4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki.

Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning er hafin hér. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi, eða mynda teymi á Facebookar síðu Ullarþonsins. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Hægt er að skrá sig hér:

Lokaskil á hugmyndum er þann 29. mars. Dómnefnd mun þá meta hugmyndir og tilkynna um miðjan apríl hver mun vera í topp 5 í hverjum flokki. Úrslit verða kynnt 20. maí á Hönnunarmars 2021. Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr.

Nú er tækifæri til að láta ljós sitt skína og taka þátt í að koma með nýjar nýskapandi lausnir sem hægt verður að nýta sem best og þar með skapa verðmæti úr ullinni!

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu “Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar; www.textilmidstod.is