fbpx

Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum.

Markmið Matvælasjóðs er að ná til verkefna á öllum stigum, frá hugmynd til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Flokkana má sjá ítarlega hér.

Landshlutasamtökin munu boða til opins Zoom upplýsingafundar um Matvælasjóð fimmtudaginn 3. júní kl. 13:00.

Ráðgjafar SASS leiðbeina við gerð umsóknar í sjóðinn og eru umsækjendur á Suðurlandi hvattir til að nýta sér það.

Umsóknarfrestur er til 6. júní 2021. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér.