fbpx

Hér á eftir fer umsögn SASS um 12 ára samgönguáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.

,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga lýsa yfir ánægju með þá stefnu um stóraukið fjármagn til samgöngumála sem fram kemur í þingsályktunartillögunni.

Samtökin fagna stórauknum framlögum til Suðurlandsvegar og leggja áherslu á í að um leið og tillagan hefur verið samþykkt  verði hafist handa  og auglýst eftir tilboðum í samræmi við þá heimild til einkafjármögnunar  sem felst í tillögunni. Um fjögurra akreina veg verði að ræða.

Sama á við um tillögu um Bakkafjöruhöfn og fagna samtökin þeim mikla vilja sem fram kemur í tillögunni til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar.Einnig fagna samtökin því stóraukna fjármagni sem ætlað er til uppbyggingar tengivega en mikilvægi þeirra hefur aukist verulega á undanförnum árum.

Samtökin lýsa þó vonbrigðum með þann hægagang sem áætlaður er við uppbyggingu Suðurstrandarvegar, en fyrirheit um lagningu hans voru  gefin við kjördæmabreytinguna árið 1999 og telja samtökin því eðlilegt að framkvæmdum við hann ljúki á næstu 4 árum.  Jafnframt benda samtökin á þörf fyrir jarðgöng í gegnum Reynisfjall og einnig á uppbyggingu Kjalvegar.   Nauðsynlegt er að á 12 ára  áætlun verði gert ráð fyrir fjármunum til undirbúnings þessara framkvæmda.“