Nýr byggðaþróunarfulltrúi hefur tekið til starfa í Skaftárhreppi. Unnur Einarsdóttir Blandon hefur tekið að sér að sinna hlutverki byggðaþróunarfulltrúa og tók hún til starfa í byrjun janúar. Unnur er með aðstöðu á skrifstofu sveitarfélagsins á Kirkjubæjarklaustri.
Hlutverk byggðaþróunarfulltrúa er ýmiskonar en helst má nefna að sinna ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar. Einnig sinnir fulltrúinn þekkingar- og upplýsingamiðlun, safnar og greinir upplýsingar um þróun byggðar og sinnir ýmsum svæðisbundnum byggðaþróunarverkefnum, með áherslu á sitt svæði.
Við hvetjum íbúa í Skaftárhreppi til að þess að setja sig í samband við Unni og kynna sér störf byggðaþróunarfulltrúans. Sjá nánari upplýsingar um byggðaþróunarfulltrúana hér.