Þann 2. febrúar síðast liðinn var opnað fyrir umsóknir í Matvælasjóða enn um er að ræða fjórðu úthlutun sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2024.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.
Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:
- Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og fleytir hugmynd yfir í verkefni.
- Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
- Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar
- Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér flokkanna sem og handbókina vel áður enn vinna er hafin við umsókn í sjóðin enn handbókina má nálgast hér.
Flokka matvælasjóða má finna hér á heimasíðu sjóðsins.
Við viljum benda umsækjendum á byggðarþróunarfulltrúa SASS sem að eru með starfstöðvar um allt suðurland og geta þeir veitt ráðgjöf til umsækjenda.
Upplýsingar um ráðgjafa má finna hér.