fbpx

 

609. fundur stjórnar SASS

fjarfundur
10. maí 2024 kl. 12:30-14:50

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Árni Eiríksson, Einar Freyr Elínarson, Brynhildur Jónsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Njáll Ragnarsson. Arnar Freyr Ólafsson forfallaðist . Einnig taka þátt Ólafur Gestsson endurskoðandi hjá PWC sem tengist fundinum undir dagskrárlið 2.c. og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerðir 607. og 608. funda staðfestar. Verða undirritaðar síðar.

2. Aukaaðalfundur SASS í Vestmannaeyjum 

a. Dagskrá

Formaður kynnir uppfærð drög að dagskrá aukaaðalfundar SASS í Vestmannaeyjum 7. júní nk.

Framkvæmdastjóra falið að uppfæra dagskrá í samræmi við umræður á fundinum.

b. Tillögur um breytingar á samþykktum 

Formaður kynnir tillögur um breytingar á samþykktum samtakanna. Formaðurinn og Árni sem sitja í starfshópi stjórnar um samþykktir hafa fjallað um málið. Niðurstaða þeirra er að í stað þess að taka samþykktirnar til gagngerrar endurskoðunar er lagt til að tvær tillögur verði teknar til afgreiðslu á aukaaðlafundinum en það er tillaga allsherjarnefndar sem lá fyrir fyrir síðasta ársþing samtakanna um að vera með tvo fundi á hverju ári, þ.e. vor- og haustfund og tillögu bæjarfulltrúa Sv. Árborgar um fjölda þingfulltrúa frá hverju sveitarfélagi.

Stjórn SASS samþykkir að leggja tillögurnar fyrir aukaaðalfundinn til afgreiðslu og er framkvæmdastjóra falið að uppfæra gögn í samræmi við umræður á fundinum. Stjórn hvetur jafnframt innviðaráðuneytið til að taka næstu skref með niðurstöður skýrslu starfshóps sem skipaður var til að fjalla um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka.

c. Ársreikningur SASS 2023

Ólafur endurskoðandi PwC kynnir drög að ársreikningi samtakanna fyrir 2023.

Stjórn samþykkir reikning fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að uppfæra hann í samráði við endurskoðanda en sú breyting skal byggja umræðum á fundinum s.s. um að framvegis skuli eign samtakanna uppfærast árlega í bókum samtakanna í samræmi við breytingu á fasteignamati. Ársreikningurinn verður undirritaður rafrænt af stjórn 23. maí nk.

3. Sóknaráætlun Suðurlands

a. Stefnumörkun 2025 – 2029

Formaður kynnir hugmyndir um verklag við mörkun stefnu fyrir Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029 en fyrsti formlegi vinnufundur er fyrirhugaður á aukaaðalfundi samtakanna í júní nk. 

b. Framhald verkefnisins Orkídeu 

Framkvæmdastjóri kynnir áform um að framhald Orkídeu verkefnisins en núgildandi samstarfssamningur rennur út í árslok 2024. Samstarfsaðilar SASS, Landsvirkjun, Landbúnaðarháskólinn og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, hafa lýst yfir vilja sínum til að halda samstarfinu áfram. 

Stjórn SASS samþykkir áframhaldandi þátttöku í áhersluverkefninu næstu þrjú árin og verja til þess árlega 15 m.kr. gefið að fyrrgreindir samstarfsaðilar samþykki einnig að haldi áfram þátttöku.

c. Umhverfisverkefni tengd samningi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Formaður kynnir hugmyndir um framhald af verkefninu Umhverfis Suðurland sem gengur undir nafninu Umhverfis Ísland. Verkefnið er í kynningu hjá öðrum landshlutasamtökum og verður útfært nánar eftir samráð við þau, Umhverfisstofnun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og sambandið.

d. Uppbyggingarsjóður – Árangursmat og þjónustukönnun 

Fyrir liggja niðurstöður í tveimur könnunum sem tengjast Uppbygginarsjóði Suðurlands en þar er annars vegar verið að kanna árangur hjá styrkþegum af að hafa fengið styrk og hins vegar að kanna viðhorf aðila til þjónustunnar hjá SASS og samstarfsaðilum.

Í þjónustukönnuninni kemur m.a. fram að umsækjendur vilja hafa tvær úthlutanir á ári, að fjárhæðir og fjöldi styrkja eigi að ráðast af eðli umsókna/verkefna, ánægja er með umsóknarformið, fleiri umsækjendur fá ábendingar um Uppbyggingarsjóð frá ráðgjöfum og ánægja er með þjónustu ráðgjafa á vegum SASS.

Niðurstöður árangurskönnunarinnar sem á við úthlutun árið 2021 er vart marktæk þar sem svarhlutfallið var lítið. Í menningarhluta könnunarinnar má sjá að stærsti hluti svarenda telja að verkefnið hefði ekki orðið að veruleika ef styrkveiting hefði ekki fengist, að framhaldi verði af verkefninu og flestir töldu þörf á aukinni stuðningsþjónustu við menningu- og listir á Suðurlandi og þá hlest á sviði fjármála og/eða fjármögnunar. Einnig kom fram að aðilar telja upphæðir í menningarstyrkja of lágar. Í atvinnuþróunar og nýsköpunar hluta könnunarinnar telja flestir að styrkveiting hafi eða muni eiga þátt í því að auka veltu, að þörf sé á aukinni stuðningsþjónustu við frumkvöðla eða fyrirtæki, þörf er á frekari stuðningsþjónustu við fjármál og/eða fjármögnun og aðstoð við gerð styrkumsókna í aðra sjóði.

Niðurstöður beggja kannana má finna á heimasíðu samtakanna.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 20. fundar stjórnar SSA, fundargerðir 148. og 149. funda stjórnar Austurbrúar, fundargerðir 179. fundar stjórnar og aðalfundar SSV, fundargerðir 105. og 106. funda stjórnar SSNV, fundargerðir 62. fundar stjórnar og þinggerð vorfundar SSNE, fundargerðir 576. – 577. funda stjórnar SSH, fundargerð 947. fundar stjórnar sambandsins og fundargerðir 6. – 9. funda stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.

b. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi s.s.: undirbúningur fyrir aukaaðalfund í júní nk., gerð ársreikninga, áframhaldandi þátttaka í sprettstarfshópi sem skipaður var af mennta- og barnamálaráðherra, Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið og fundir með Vegagerðinni um almenningssamgöngur.

c. Farsæld barna – svæðisskipan 

Formaður kynnir sameiginlegar niðurstöður starfshóps um starfsstöðvar/samhæfða svæðaskipan tengt farsæld barna. Tillaga er um að næstu skref í verkefninu felst í eftirfarandi:

  1. SASS hafi samband við sveitarfélögin í landshlutanum og sæki til þeirra umboð til að gera viðaukasamning undir merkjum Sóknaráætlunar við mennta- og barnamálaráðuneytið.
  2. SASS sendi staðfestingu til ráðuneytisins um áhuga sveitarfélaganna til þátttöku. Auk þess verði send gróf lýsing á því hvernig samtökin sjá fyrir sér að verkefnið sé unnið, t.a.m. tímalínu, rökstuðning fyrir hálfu eða heilu stöðugildi, umfangi og verklagi.
  3. Viðaukasamningur verður í framhaldi gerður við sóknaráætlun landshlutans Suðurlands þar sem verkefnið er útfært nánar.

Að þeim loknum er samningurinn útfærður í samráði við SASS og með mögulegri undirritun fyrir lok mánaðarins, auglýst yrði fljótlega eftir verkefnisstjóra, verði þetta samþykkt, sem geti hafist handa með haustinu.

Stjórn SASS telur mikilvægt að unnið sé þvert á landshlutann að samhæfingu með farsæld barna að leiðarljósi. Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna samkvæmt fyrrgreindu verklagi og kalla eftir afstöðu og umboði sveitarfélaganna.

d. Staða almenningssamgangna

Formaður kynnir erindi frá skipulagsfulltrúum Ölfuss, Hveragerðisbæjar og Sv. Árborgar um almenningssamgöngur.

Stjórn SASS tekur undir það sem kemur fram i áskorun skipulagsfulltrúa Hveragerðis, Ölfus og Árborgar þar sem stjórnvöld, sveitarstjórnir og viðeigandi stofnanir sem að málum koma eru hvött áfram til góðra verka í þágu almenningssamgangna, auk samráðs við sveitarfélög á Suðurlandi.

e. Málefni FSu – hugmyndir um stækkun skólans

Jóhanna Ýr vekur athygli á áformum ríkisins um stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu).

Stjórn SASS hvetur sveitarfélögin sem koma að uppbyggingu FSu til að huga að þessu við gerð fjárhagsáætlunar 2025 enda er mótframlag þeirra 40%.

f. Afmælsihátíð í tilefni af 80. ára lýðveldisins 2024

Formaður kynnir stöðu málsins en afmælisins verður m.a. minnst með flutningi kóralags, gönguferðar um þjóðlendur, útgáfu bókarinnar „Fjallkona. Þú er móðir vor“ og að boðið verði upp á lýðveldis köku á þjóðhátíðardaginn á völdum stöðum.

Næsti fundur stjórnar er staðfundur sem haldinn verður í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 14:30. 

Fundi slitið kl. 14:50

Ásgerður K. Gylfadóttir

Einar Freyr Elínarson

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Árni Eiríksson

Brynhildur Jónsdóttir

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

609. fundur stjórnar SASS (.pdf)