fbpx

 

Umhverfis, orku og loftlagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústdóttur í embætti forstjóra

Náttúruverndarstofnunar. 

Sigrún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá  árinu 2020 og hefur starfað aðumhverfismálum í rúm 20 ár. Hún var sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og var auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar.

Náttúruverndarstofnun er ný stofnun sem starfar undir yfirstjórn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt löum um Náttúruverndarstofnun sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl. Ný stofnun mun taka til starfa 1. janúar 2025. 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipar forstjóra Náttúruverndarstofnunar til fimm ára í senn. Forstjóri ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar og ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar. Forstjóri stofnunarinnar mun hafa starfsstöð á Hvolsvelli en starfsstöðvar stofnunarinnar eru víða um land. 

Fréttatilkynningu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins má finna hér.