fbpx

Þórunn Jónsdóttir flutti fyrirlestur tvö í fyrirlestraröðinni ,,Forvitnir frumkvöðlar“, sem haldin er á vegum landshlutasamtakanna. 

Þórunn Jónsdóttir fór yfir gerð styrkumsókna, en hún hefur skrifað yfir 300 umsóknir á sínum ferli. Markmið Þórunnar er að deila þekkingu sinni og reynslu sem víðast, enda trúir hún því að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn ef þeir fá góðan stuðning og réttu tólin til að ná árangri.
Í fyrirlestrinum deildi hún sinni reynslu af því hvað er sameiginlegt með styrkumsóknum, óháð því hvar er sótt um, og hvað hefur reynst best til árangurs hingað til. 

Nánari frétt um fyrirlestur Þórunnar má finna á heimasíðu Háskólafélags Suðurlands hér.

Smelltu hér til að nálgast upptöku af fyrirlestrinum.
Næsti fyrirlestur verður haldinn 4. mars kl. 12 og fjallar um notkun gervigreindar við umsóknarskrif.