Arna Ír Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri farsældarráðs hjá SASS. Um nýja stöðu er að ræða innan samtakanna til tveggja ára.
Arna hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði velferðarmála og félagsþjónustu. Hún hefur starfað sem sérhæfður ráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks og unnið að stefnumótun, þjónustuþróun og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og stofnanir. Hún er með bakgrunn í félagsráðgjöf og stjórnsýslu, hefur góða þekkingu á farsæld og langa reynslu af samvinnu við opinbera aðila og notendur þjónustu.
Við bjóðum Örnu Ír hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins.