haldinn að Vatnsholti í Flóa föstudaginn 8. mars 2013, kl. 11.00
Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Haukur Guðni Kristjánsson, Jóhannes Gissurarson,
Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Sandra Hafþórsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Helgi
Haraldsson, Reynir Arnarson, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F.
Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð. Gunnlaugur Grettisson boðaði forföll.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá
1. Almennningssamgöngur.
a. Farþegatölur fyrir 2012 og fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Á árinu 2012 voru farþegar samtals 183 þúsund. Fyrstu tvo mánuði
þessa ár voru farþegar um 30 þúsund
b. Gagnstefna á hendur Bílum og fólki ehf og greinargerð SASS/ÓS hrl
vegna stefnu fyrirtækisins á hendur SASS.
Til kynningar.
c. Akstur frá Árnesi að Skeiðavegi.
Áætlað er að heildarkostnaður vegna þessa aksturs áári verði 2,5
milljónir króna. Samþykkt að ganga til samninga við Skeiða- og
Gnúpverjahrepp um aksturinn og verði miðað við að sveitarfélagið
greiði 20% kostnaðarins. Samningurinn verði endurskoðaður eftir eitt
ár.
2. Vaxtarsamningur Suðurlands.
Tillaga að samningi við Vaxtarsamning Suðurlands lögð fram. Samþykkt
að fela formanni og framkvæmdastjóra að ganga til samninga við stjórn
Vaxtarsamningsins.
3. Yfirlit yfir störf á atvinnuþróunarsviði.
Gerð var grein fyrir störfum á atvinnuþróunarsviði á þessu ári og kynntar
hugmyndar að verkefnum næstu vikna.
4. Ráðning ráðgjafa/verkefnastjóra með aðsetur í Vestmannaeyjum.
Finnbogi Alfreðsson hefur verið ráðinn í starfið og hóf hann störf 1. mars
sl.
5. Fundargerð stýrinets Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta frá
31. janúar sl. ásamt fleiri gögnum.
Til kynningar.
6. Sóknaráætlun Suðurlands.
Lokaskjal kynnt. Áætlað er að skrifað verði undir samning við ríkisvaldið
20. mars nk. um framkvæmd áætlunarinnar og ráðstöfun framlaga
ríkisins til hennar.
7. Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 15. mars 2013, þar sem óskað er
tilnefningar 2 fulltrúa í stjórn Markaðsstofunnar.
Samþykkt að tilnefna formann stjórnar og framkvæmdarstjóra SASS sem
fulltrúa í stjórn
8. Samningur mennta- og menningarmálaráðneytisins við Sveitarfélagið
Hornafjörð og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, um eflingu
menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi.
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu málsins. Áætlað er að skrifa undir
samninginn í lok næstu viku.
9. Aðild að Þekkingarsetrinu Nýheimum.
Samþykkt að SASS verði stofnaðili að þekkingarsetrinu.
10. Viðræður við velferðarráðneytið um stöðu hjúkrunarheimila á
Suðurlandi.
Samþykkt að fela formanni, framkvæmdastjóra og UnniÞormóðsdóttur
að hefja viðræður við ráðuneytið. Fyrsti fundur verður haldinn í næstu
viku.
11. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags.18. febrúar 2013,
þar sem kynnt er ráðstefnan ,,Menningarlandið 2013 – framkvæmd og
framtíð menningarsamninga,, sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri
11. og 12. apríl nk.
Til kynningar.
12. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars sl.
Til kynningar.
13. Dagskrá Landsþings Sambands íslenskra sveitarsfélaga 15. mars nk.
Til kynningar.
14. Dagskrá málþings um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars nk.
Til kynningar.
Fundi slitið kl. 12:00