fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 18. mars 2011 kl. 14.00

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Ásgerður Gylfadóttir (í síma), Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Elliði Vignisson og varamaður hans boðuðu forföll.

Dagskrá

1. Sóknaráætlun fyrir Suðurland. Umræður í framhaldi af fundinum í Tryggvaskála. Stjórn SASS samþykkir framkomna tillögu að stjórnskipulagi áætlunarinnar með lítils háttar breytingum.

2. Menningarsamningur fyrir Suðurland. Fundað var 8. mars sl. með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um málið. Ráðuneytið virðist ekki tilbúið til breytinga á tillögu sinni að samningi. Stjórn SASS lýsir yfir mikilli óánægju með afstöðu ráðuneytisins. Stjórn SASS samþykkir þó að samið verði til eins árs samkvæmt tillögu ráðuneytisins í stað þriggja með því fororði að skipting framlaga til menningarsvæðanna verði endurskoðuð og byggi á gegnsæjum reglum.

3. Viðræður við Innanríkisráðuneytið og Vegagerðina. a. um framkvæmdir og fjármögnun Suðurlandsvegar. innanríkisráðherra, starfsmönnum ráðuneytis og Vegagerðar og Skýrt var frá fundi sem haldinn var á Selfossi í gær 17. mars með þingmönnum Suðurkjördæmis. Lagðar voru fram tillögur af hálfu sveitarstjórnamanna frá Árborg, Hveragerði, Ölfusi og SASS, um lausn málsins. Ráðuneytið og Vegagerðin munu fara yfir þær tillögur og síðan verður aftur fundað um málið. b. um almenningssamgöngur. Í framhaldi af áðurnefndum fundi var haldinn annar fundur með fulltrúum ráðuneytis og Vegagerðir um almenningssamgöngur á Suðurlandi. Ræddar voru hugmyndir um að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga tækju við umsjón almenningssamgangna á starfssvæðinu frá og með næstu áramótum. Lögð voru fram frumdrög að samningi þar um. Stjórn SASS samþykkir að halda áfram viðræðum um málið.

4. Úrgangsmál á Suðurlandi. Skýrt frá viðræðum við Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun. Stefnt er að því að halda málþing um málefnið á næstu vikum.

5. Ársreikningur SASS 2010. Lagður fram og undirritaður.

6. Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi þingmál: a. Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 393. mál. http://www.althingi.is/altext/139/s/0601.html Stjórn SASS mælir með samþykkt tillögunnar. b. Tillögu til þingsályktunar um göngubrú yfir Markarfljót, 432. mál. http://www.althingi.is/altext/139/s/0707.html Stjórn SASS mælir með samþykkt þingsályktunartillögunar enda um mikilvægt öryggismál að ræða. c. Tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi, 283. mál. http://www.althingi.is/altext/139/s/0326.html Mælt er með samþykkt tillögunnar. d. Tillögu til þingsályktunar um staðbundna fjölmiðla, 107. mál. http://www.althingi.is/altext/139/s/0115.html Mælt er með samþykkt tillögunnar.

7. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökunum. Til kynningar.

8. Önnur mál. Stjórn SASS þakkar öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd menntaþings í Gunnarsholti 4. mars sl. fyrir einstaklega velheppnað málþing. Samþykkt að halda næsta fund 15. apríl nk.

Fundi slitið kl. 14.55.