haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 13. ágúst 2010 kl. 11.00
Mætt: Sveinn Pálsson, Aðalsteinn Sveinsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Elliði Vignisson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá
1. Fundargerð velferðarnefndar SASS frá 4. ágúst sl. ásamt drögum að samþykktum þjónustusvæðis málefna fatlaðra.
Samningurinn verður kynntur fulltrúum sveitarfélaganna síðar í dag og stjórn SASS tekur afstöðu til samningsins í kjölfarið. Fram komu athugasemdir við að stjórn SASS fari með yfirstjórn samningsins þar sem Vestmannaeyjabær og Sveitarfélagið Hornafjörður munu ekki eiga aðild að samningnum. Fundargerðin staðfest.
2. Samstarfssamningur um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi, dags. 16. júní 2010.
Samningurinn staðfestur.
3. Landeyjahöfn.
Stjórn SASS fagnar tilkomu Landeyjahafnar og óskar Vestmannaeyingum svo og öllum sunnlendingum til hamingju með þessa miklu samgöngubót. Ekki er vafi á því að mikil tækifæri skapast í auknu samstarfi sveitarfélaga og í atvinnumálum með tilkomu hafnarinnar.
4. Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 29. júlí 2010, varðandi breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Til kynningar.
5. Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 6. júlí 2010, varðandi störf samstarfsnefndar sem vinnur að tillögum um sameiningarkosti sveitarfélaga.
Boðað verður til fundar með aðildarsveitarfélögunum innan tíðar til að fara yfir stöðuna hér á Suðurlandi. Fulltrúar samstarfsnefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga munu þar gera grein fyrir störfum nefndarinnar og hugmyndum.
6. Bréf frá Mýrdalshreppi, dags. 12. júlí 2010, vegna skipunar fulltrúa í starfshóp um sameingu sveitarfélaga.
Til kynningar.
7. Bréf frá Flóahreppi, dags. 11. ágúst 2010, vegna skipunar fulltrúa í starfshóp um sameingu sveitarfélaga.
Til kynningar.
8. Greinargerð um stöðu ART verkefnisins.
Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri SKS skýrði nánar frá stöðu verkefnisins. Kristínu og Þorvarði falið að móta tillögu að rekstrarfyrirkomulagi verkefnisns og leggja fyrir stjórn.
9. Endurskipulagning sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu
a. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 23. júlí 2010, varðandi endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu.
b. Afrit af bréfi SASS og fleiri aðila til heilbrigðisráðherra.
c. Tilkynning um opinn fund um málið 16. ágúst.
10. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
a. Boðun landsþings sambandsins.
b. Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6. september nk.
Til kynningar.
11. Aðalfundur SASS
a. Drög að dagskrá, lögð fram á fundinum.
b. Drög að skýrslu stjórnar.
c. Drög að fjárhagsáætlun.
d. Tillögur stjórnar til aðalfundar
Frestað til næsta fundar.
12. Erindi til kynningar.
a. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
b. Efni frá landshlutasamtökunum.
Fundi slitið kl. 13.20