Alls bárust 89 umsóknir um styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar til SASS en umsóknarfrestur rann út 6. maí sl. Miðað er við að 30 milljónum króna verði úthlutað að þessu sinni. Umsóknirnar voru mjög fjölbreytilegar og ljóst að úr vöndu verður að ráða þegar valið verður úr umsóknunum. Stefnt er að því þeirri vinnu ljúki innan 3 vikna og tilkynnt verði um úthlutun styrkjanna fyrir næstu mánaðamót.