fbpx

426. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 11. september 2009 kl. 14.00

Mætt: Sveinn Pálsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Elliði Vignisson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Sigurður Ingi Jóhannsson og varamaður hans boðuðu forföll.

Dagskrá

1. Fundargerðir velferðarnefndar SASS frá 18. ágúst og 1. september sl.

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerð fjárhagsnefndar SASS frá 31. ágúst sl.

Fundargerðin staðfest.

Samþykkt að leggja fram tillögu að erindisbréfi fyrir nefndina á næsta stjórnarfundi.

3. Fundargerð menntanefndar SASS frá 19. ágúst sl.

Fundargerðin staðfest.

4. Fundargerð kjörnefndar SASS frá 9. september.

Lögð fram á fundinum. Fundargerðin staðfest.

5. Skýrsla starfshóps samgönguráðherra um starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga og tillögur að framtíðarfyrirkomulagi svæðisbundinnar samvinnu.

Lögð fram og rædd.

6. Ársþing SASS 15. og 16. október nk.

a. Drög að dagskrá.

Drögin samþykkt.

b. Drög að skýrslu stjórnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

c. Drög að fjárhagsáætlun.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

d. Tillaga frá Sveitarfélaginu Ölfusi og Flóahreppi um atvinnumál.

Tillögunni vísað til aðalfundar.

7. Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi þingmál:

a. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149 mál, persónukjör. www.althingi.is/altext/137/s/0252.html

Eftirfarandi umsögn var samþykkt:

Stjórn SASS tekur undir það meginsjónarmið frumvarpsins að auka beri áhrif kjósenda á það hvaða einstaklingar verði kjörnir til sveitarstjórna. Stjórnin telur þó að ýmsir vankantar séu á frumvarpinu sem þurfi að sníða af og einnig þurfi að bæta inn ákvæðum áður en það verður afgreitt. Jafnframt telur stjórnin að gefa þurfi góðan tíma til að undirbúa breytingar og að tæpast sé tími til þess þar sem hefðbundinn undirbúningur að kosningum hefst innan nokkurra vikna. Þá vill stjórn SASS benda á þann annmarka sem fylgir nýju fyrirkomulagi ef frumvarpið verður samþykkt að sú barátta á milli einstaklinga sem fylgt hefur prófkjörum flokkanna blandast nú saman við kosningabaráttuna sjálfa.

Í frumvarpinu þarf að skýra betur framkvæmd utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, þannig að ljóst sé að kjósandi geta raðað á lista. Sama gildir ef aðeins einn listi býður fram, þá væri það í anda laganna að hafa listann óraðaðan þannig að kjósandinn geti raðað frambjóðendum eftir sínu höfði. Þá þarf að huga að því hvernig standa á að röðun á lista kosningabandalaga.

b. Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 147. mál, matvælalöggjöf, EES-reglur.

www.althingi.is/altext/137/s/0241.html

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá umsögn í samráði við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

8. ART verkefni – staða mála.

Framkvæmdastjóri greindi frá því að verið væri að þrýsta á um áframhaldandi framlag á fjárlögum til verkefnisins og að samningar væru í gangi á milli sveitarfélaganna og Skólaskrifstofu við Barnaverndarstofu um meðferðarþjónustu fyrir skjólstæðinga barnaverndarnefnda á svæðinu.

9. Erindi til kynningar.

a. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

b. Efni frá landshlutasamtökunum.

10. Önnur mál.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga harma þau ummæli sem fallið hafa í garð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi vegna skipulagsmála í tengslum við virkjanir. Sveitastjórnarmenn hafa ávallt hag sinnar byggðar að leiðarljósi og engin annarleg sjónarmið ráða afstöðu þeirra.

Fundi slitið kl. 17.30

Sveinn Pálsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Guðmundur Þór Guðjónsson
Elliði Vignisson
Árni Rúnar Þorvaldsson
Þorvarður Hjaltason