420. fundur stjórnar SASS
haldinn að Austurvegi 56, Selfossi
föstudaginn 12. desember 2008 kl. 14.00
Mætt: Sveinn Pálsson, , Margrét Katrín Erlingdóttir, Aðalsteinn Sveinsson (varamaður Sigurðar Inga Jóhannssonar), Ingvar Pétur Guðbjörnsson (varamaður Unnar Brár Konráðsdóttur), Reynir Arnarson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðmundur Þór Guðjónsson og Elliði Vignisson boðuðu forföll.
Dagskrá
1. Fundargerð aðalfundar SASS frá 21. nóvember sl. – starfið framundan.
Farið yfir fundargerðina og sérstaklega þær ályktanir sem beint var til stjórnar SASS.
2. Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna frá
14. nóvember sl.
Til kynningar.
3. Fundargerð kynningarfundar um starfsendurhæfingu á Suðurlandi frá 28. október sl.
Til kynningar.
4. Erindi frá Fræðsluneti Suðurlands, dags. 1. desember 2008, varðandi þátttöku í kostnaði við námsskeið um fjármál heimilanna.
Stjórn SASS lýsir yfir ánægju með fyrirhugað námsskeið ekki síst í ljósi erfiðs efnahagsástands og telur eðlilegt að leitað verði til þeirra sveitarfélaga eftir styrkjum þaðan sem þátttakendurnir koma.
5. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, dags. 1. október 2008, varðandi þátttöku í Vaxtarsamningi Suðurlands.
Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að fara yfir málið með forsvarsmönnum Atvinnþróunarfélagsins og Vaxtarsamningsins.
6. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 6. nóvember 2008, varðandi fjárhagsáætlanir byggðasamlaga.
Til kynningar.
7. Byggðaáætlun 2010 – 2013.
Eftirfarandi tillaga að ályktun lögð fram:.
,,Stjórn SASS telur mjög brýnt vegna þeirrar vinnu sem er framundan við byggðaáætlun 2010 – 2013 að höfð verði náin samvinna við atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga um mótun áætlunarinnar. Tryggt verði að forræði og ábyrgð uppbyggingar verði í höndum heimamanna. Jafnframt verði þess gætt að samþætta byggðaáætlun við svæðisskipulag sveitarfélaga, samgönguáætlun, rammaáætlun um auðlindanýtingu, áætlanir um þjónustuuppbyggingu ráðuneyta og áætlanir um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.”
8. Fjárlög 2009.
Lagðar fram fréttatilkynningar frá fjármálaráðuneytinu annars vegar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hinsvegar. Fram kom að nýtt fjárlagafrumvarp verður lagt fram á mánudag. Samþykkt að senda inn athugasemdir ef ástæða þykir til í samráði við stjórn.
Samþykkt að boða forsvarsmenn sveitarfélaga til fundar með formanni og framkvæmdastjóra um fjármál sveitarfélaganna.
9. Erindi frá Alþingi þar sem óskar er umsagnar um eftirfarandi þingmál:
a. Frumvarp til laga um Efnahagsstofnun, 4. mál, heildarlög.
Lagt fram.
b. Frumvarp til laga um stimpilgjald, 26. mál, afnám stimpilgjalds íbúðarhúsnæðis.
Lagt fram.
c. Tillaga til þingsályktunar um samvinnu- og efnahagsráð Íslands, 5. mál.
Lagt fram.
d. Frumvarp til laga um þjóðlendur, 25. mál, sönnunarregla.
Lagt fram.
e. Frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirði, 46. mál.
Lagt fram.
f. Frumvarp til laga um almenningssamgöngur, 44. mál, heildarlög.
Lagt fram.
g. Tillaga til þingsályktunar um hönnun og stækkun Þorlákshafnar, 22. mál.
Mælt er með samþykkt tillögunnar.
h. Tillaga til þingsályktunar um losun brennisteinsvetnis af manna völdum á andrúmslofti, 29. mál.
Lagt fram.
i. Frumvarp til laga um tekjuskatt, 41. mál, ferðakostnaður.
Mælt er með samþykkt tillögunnar. Með stækkun atvinnusvæða sækja margir vinnu um langan veg, ekki síst Sunnlendingar. Í stækkun atvinnusvæðanna felst veruleg þjóðhagsleg hagkvæmni og því eðlilegt að veita fólki skattaívilnun af þeim ástæðum.
j. Tillaga til þingsályktunar um líkanatilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum, 42. mál.
Mælt er með samþykkt tillögunnar.
k. Tillaga til þingsályktunar um strandsiglingar, 39. mál, uppbygging.
Lagt fram.
l. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um gatnagerðargjald, 185. mál.
Mælt er með samþykkt frumvarpsins með þeirri breytingu á
9. gr. að gert verði ráð fyrir 180 daga endurgreiðslufresti sveitarfélaganna í stað 90 daga frests.
10. Efni til kynningar.
a. Fundargerðir og annað efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
b. Efni frá landshlutasamtökunum.
Fundi slitið kl. 16:30
Sveinn Pálsson
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Reynir Arnarson
Aðalsteinn Sveinsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Þorvarður Hjaltason