fbpx

Í apríl síðast liðnum auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Um var að ræða fjármuni til styrkveitinga úr Vaxtarsamningi Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands og fjármagn sameiginlegum sjóðum sveitarfélaganna sem áður var úthlutað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Þessar styrkveitingar hafa nú verið sameinaðar hjá SASS með sameiginlegum úthlutunum tvisvar á ári. Á stjórnarfundum SASS og Vaxtarsamnings Suðurlands, sem haldnir voru á dögunum, var ákvarðað um styrkveitingar fyrri hluta þessa árs.

SASS bárust alls 89 umsóknir að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri á þessu sviði. Samþykkt var að veita 28 verkefnum styrk að upphæð samtals 31.450.000, kr.

Verkefni: Styrkþegi: Upphæð:
Uppbygging innviða og markaðssókn perlumölsverksmiðjunnar á Stokksnesi Litlahorn ehf. 3.500
Uppbygging fuglatengdrar ferðamennsku á Suðurlandi Óstofnaður klasi – Guðríður Ester Geirsdóttir 2.500
Ferðamálaklasi í Flóahreppi Óstofnaður klasi – Iðunn Ír Ásgeirsdóttir 2.500
Uppbygging alþjóðlegs rannsóknartengds framhaldsnáms á Selfossi í jarðsjálftavísindum Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði 2.500
Markaðssókn á humarsoði til Danmerkur Mathúsið ehf. 2.000
Markaðssókn Aqua Icelander, þjálfunarbúnaðs fyrir hesta, á markaði erlendis Formax Paralamp ehf. 2.000
Markaðssókn sjávar- og grænmetisrétta á erlenda markaði Grímur Kokkur ehf. 2.000
Klasasamstarf ferðamála í Hveragerði Ferðamálasamtök Hveragerðis 1.500
Samstarf um moltugerð fyrir lífræna bændur á suðurlandi Sólheimar ses 1.500
Uppbygging, merkingar og markaðssókn – Gamla laugin og Hverahólminn á Flúðum Björn Kjartansson 1.000
Þróun og markaðssókn alþjóðlegs sumarnáms Íslenski bærinn 1.000
Markaðssókn inn á stór-Reykjarvíkur svæðið Millibör ehf. 1.000
Uppbygging sjálfbærrar rekstrareiningar Kötlu Jarðvangs Katla jarðvangur ses 1.000
Icelandic Horse Expo – kau Háskólafélag Suðurlands 1.000
Kortlagning og útgáfa á sölustöðum staðbundinna matvæla í héraði Ríki Vatnajökuls 600
Icelandic HorseWorld – visitor center Ice events ehf. 500
Markaðssetning afþreyingar allt árið um kring – hestasýningar o.fl. Kálfholt hestaferðir ehf. 500
Markaðssetning hestasýninga Hestval ehf. 500
Markaðssetning afurða frá Efstadal Efstidalur 500
Markaðssókn leiðsagnar um nýjar gönguleiðir Iceguide ehf. 500
Markaðssetning heilsutengdrar ferðaþjónustu Lára Marteinsdóttir 500
Markaðssetning matarminjagripa Friðheimar ehf. 500
Framleiðsla á repjuolíu til manneldis – vöruþróun og markaðsmál Hjalti Egilsson 500
Markaðsgreining sjávarafurða Hafnarnes VER hf. 500
Jöklaís – sælgæti úr sveitinni – vöruhönnun og markaðsmál Jón Kristinn Jónsson og Sigurlaug Gissurardóttir 450
Hámörkun aflaverðmæta smábáta Sólsker ehf. 300
Vöruþróun á geitaafurðum frá Lækjarhúsum í suðursveit Laufey Guðmundsdóttir 300
Getur kortlagning auðlinda/segla í Kötlu Jarðvangi eflt ferðaþjónustu, nýsköpun og vöruþróun á jarðvangssvæðinu? Guðlaug Ósk Svansdóttir 300

Góð kynning var á styrkveitingunum að þessu sinni og voru meðal annars haldnir 9 kynningarfundir víðsvegar um landshlutann. Greinilegt er að mikil eftirspurn er eftir fé til ýmissa þarfa verkefna til uppbyggingar í atvinnulífi á Suðurlandi. Það er von samtakanna að úthlutanir þessar beri tilætlaðan árangur, um eflingu atvinnulífs, nýsköpunar og fjölgun starfa á Suðurlandi – með tíð og tíma. Stuðningur SASS er þó ekki einvörðungu bundinn við styrkveitingar, því ráðgjöf á vegum SASS stendur öllum til boða. Í sumum tilvikum ráðgjöf sá stuðningur sem skilar mestum árangri. Öllum umsækjendum verður boðið viðtal hjá ráðgjöfum SASS í framhaldi, um stöðu og framtíð þeirra verkefna og um mögulega aðkomu SASS að þeim framfara verkefnum