fbpx

6. fundur Menningarráðs Suðurlands haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, fimmtudaginn 11.10.2007 kl. 10:00

Mætt:

Jóna Sigurbjartsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Íris Róbertsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir

María Sigurðardóttir (varamaður) og Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð

Engin formleg dagskrá lá fyrir

Eftirfarandi mál voru rædd:

Dorothee Lubecki tók til starfa þann 1. október sl. Hún lýsti því sem hefur verið unnið síðan:

– Þátttöku á fundi safnamanna á Skógum, 2. 10. sl. (safnaklasi á vegum Vaxtarsamnings)

– Auglýsingu menningarstyrks 2007 í fjölmiðlum, umsóknarfrestur til 26.10.2007

– Viðveruáætlun útbúin og auglýst. Gert er ráð fyrir heimsókn og viðtalstíma í öllum sveitarfélögum áður en umsóknarfresturinn rennur út.
Umræður fóru fram um eftirfarandi mál:

– Umsóknir 2007 og úthlutunarferil

– Utanumhald og aðgengi nefndarmanna að umsóknunum

– Undirbúningur næsta fundar

– Áframhaldandi fjármögnun starfsins og hugsanlegir styrktaraðila

– Fjárhagsáætlun fyrir starfsemi menningarfulltrúa

– Stöðu menningarráðs gagnvart SASS (sjálfstæð eining eða ekki, heimasíða, kennitala)

Ákveðið var að DL útbúi yfirlit yfir allar umsóknir með stikkorðum og nauðsynlegum grunnupplýsingum. Umsóknir og fylgigögn verða send til nefndarmanna jafnt og þétt til að gera öllum kleift að vera vel undirbúin á næsta fundi.

Stefnt er að því að leggja yfirlit fram á aðalfundi SASS, en ekki er víst hvort ákvarðanir um úthlutun verða teknar fyrir þann tíma.

Samþykkt að halda næsta fund 30. október nk. kl. 13:00 á Selfossi.

Fundi slitið kl. 11:00