Ársþing SASS var haldið á Hótel Heklu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 24. og 25. október sl. Til þingsins mættu um 60 sveitarstjórnarmenn auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og gesta. Þegar flest var sátu um 90 manns þingið. Ársþingið ávörpuðu ráðherrarnir Hann Birna Kristjánssdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir og einnig Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þinginu voru haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru fluttir fyrirlestrar og starfsnefndir störfuðu sem sömdu drög að ályktunum þingsins sem voru samþykktar í lokin. Þær fjölluðu um atvinnumál, velferðarmál, mennta- og menningarmál, samgöngumál og umhverfis og skipulagsmál.
Í lok þingsins var endurkosin stjórn SASS en í henni sitja: Gunnar Þorgeirsson formaður, Grímsnes- og Grafningshreppi, Gunnlaugur Grettisson varaformaður, Vestmannaeyjabæ, Sandra Dís Hafþórsdóttir Sveitarfélaginu Árborg, Reynir Arnarson Sveitarfélaginu Hornafirði, Jóhannes Gissurarson Skaftárhreppi, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi, Haukur Guðni Kristjánsson Rangárþingi eystra,Helgi Haraldsson Sveitarfélaginu Árborg og Unnur Þormóðsdóttir, Hveragerðisbæ.
Ályktanir þingsins má sjá hér, fyrirlestrana má sjá hér og myndir frá þinginu hér.