fbpx

400. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

miðvikudaginn 7. febrúar 2007, kl. 16.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Björn B. Jónsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elliði Vignisson, Þórunn Jóna Hauksdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Ársreikningur SASS fyrir árið 2006

Samkvæmt ársreikningnum var rekstrarafkoma samtakanna jákvæð um kr. 2.832.027. Eignir í árslok námu samtals kr. 41.954.700 og eigið fé var kr. 23.202.518. Handbært fé í árslok var kr. 6.281.452.

Ársreikningurinn áritaður af stjórn og honum vísað til skoðunarmanna.

2. Bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 22. janúar 2007, þar sem óskað er umsagnar um drög að reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum.

Stjórn SASS gerir ekki athugasemdir við reglugerðardrögin.

3. Bréf frá framkvæmdaráði vaxtarsamnings Suðurlands, dags. 16. janúar 2007, þar sem óskað er eftir hugmyndum samtakanna um tilhögun samstarfs safna á Suðurlandi.

Samþykkt að vísa erindinu til mennta- og menningarmálanefndar SASS.

4. Samkomulag um rekstur Gaulverjaskóla

Samkomulagið var undirritað 18. janúar sl. Lagt fram til kynningar.

Stjórn SASS lýsir yfir ánægju sinni með samkomulagið.

5. Erindi frá Alþingi

a. Frá umhverfisnefnd Alþingis, dags. 1. febrúar 2007, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð, 395. mál, heildarlög.

Stjórn SASS mælir með samþykkt frumvarpsins, en bendir á mikilvægi þess að yfirumsjón og aðsetur þeirra umsvifa sem verkefninu fylgja verði í nálægð við þjóðgarðinn.

b. Frá umhverfisnefnd Alþingis, dags. 1. febrúar 2007, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um friðlýsingu Jökusár á Fjöllum, 65. mál.

Stjórn SASS tekur ekki afstöðu til tillögunnar.

6. Ráðning framkvæmdastjóra

Formanni og varaformanni falið að ganga frá ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra á grundvelli fyrri ráðningarsamnings.

7. Starfsemi og skipulag SASS og AÞS

Stjórn SASS samþykkir, í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, að fela Kristjáni Vigfússyni rekstrarráðgjafa að gera úttekt á kostum þess og göllum að sameina starfsemi SASS og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Niðurstaða úttektarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. ágúst nk.

8. Efni til kynningar

a. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 8. desember og 12. janúar sl.

b. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 9. janúar sl.

c. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 31. janúar sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

9. Önnur mál

a. Aðalfundur SASS

Samþykkt að halda aðalfundinn 1. og 2. nóvember nk.

b. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurlands, dags. 4. febrúar 2007, þar sem óskað er tilnefningar SASS á einum fulltrúa í stjórn ferðamálasamtakanna.

Samþykkt að tilnefna Kristínu Jóhannsdóttur.

Fundi slitið kl. 18.10

Gunnar Þorgeirsson
Jóna Sigurbjartsdóttir
Björn B. Jónsson
Unnur Brá Konráðsdóttir
Elliði Vignisson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Þorvarður Hjaltason