Styrkir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi – síðari úthlutun 2013
Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. 140 umsóknir bárust að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri. Samþykkt var að veita 39 verkefnum styrk. Er þetta síðari úthlutun af tveimur til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á þessu ári. Styrkveitingar á vegum SASS eru fjármagnaðar með fjármagni úr Sóknaráætlun Suðurlands, Vaxtarsamningi Suðurlands og af SASS.
Hér má sjá lista yfir verkefni sem fengu styrki.