396. stjórnarfundur SASS haldinn á Hótel Örk í Hveragerði, miðvikudaginn 6. september 2006, kl. 19.00
Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Þorvaldur Guðmundsson, Elliði Vignisson, Sigurbjartur Pálsson, Árni Jón Elíasson, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Gylfi Þorkelsson, María Sigurðardóttir, Þorsteinn Hjartarson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg Árnadóttir og Alda Alfreðsdóttir starfsmenn SASS.
Dagskrá:
1. Bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, dags. 18. ágúst 2006, þar sem óskað er þátttöku SASS í Vaxtarsamningi Suðurlands.
Samþykkt aðild SASS að samningnum.
2. Ársþing SASS 2006
a. Dagskrá og fundargögn.
Farið yfir gögnin.
b. Erindi sem borist hafa vegna ársþings.
1. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dags. 22. ágúst 2006 varðandi ráðningu iðjuþjálfa.
2. Bréf Vestmannaeyjabæjar, dags. 28. ágúst 2006, varðandi kostnað við rekstur Gaulverjaskóla.
3. Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands, dags. 23. ágúst 2006, varðandi tillögur starfshóps um háskólamál.
4. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurlands, dags. 5. september 2006, varðandi skipulag og eflingu ferðamála á Suðurlandi.
Samþykkt að vísa erindunum til starfsnefnda fundarins.
c. Skipan starfsnefnda aðalfundarins.
Lögð fram tillaga að nefndarskipan. Tillagan samþykkt með lítilsháttar breytingum.
3. Önnur mál.
a. Formaðurinn þakkaði samstarfið á liðnu starfsári og tóku aðrir stjórnarmenn undir það.
Fundi slitið kl. 22.00
Gunnar Þorgeirsson
Þorvaldur Guðmundsson
Árni Jón Elíasson
Elín Bj. Sveinsdóttir
Sigurbjartur Pálsson
María Sigurðardóttir
Elliði Vignisson
Gylfi Þorkelsson
Þorvarður Hjaltason