fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi mánudaginn 16. desember  2013, kl. 12.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Gunnlaugur Grettisson, Sandra Dís Hafþórsdóttir,  Unnur Þormóðsdóttir, Helgi S. Haraldsson, Haukur Guðni Kristjánsson, Reynir Arnarson (í síma), Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Jóhannes Gissurarson , Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson  ráðgjafi sem sem ritaði fundargerð.

Fundinn sátu einnig að hluta (dagskrárliðir 1 og 2)  Bjarni Bjarnason  verkefnisstjóri  ARTverkefnisins, Þórarinn E. Sveinsson ráðgjafi og Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri SKS.

Fyrir fundinn sátu stjórn og starfsmenn sameiginlegan hádegisverð.

Dagskrá:   

 1. Kynning á starfsemi ART verkefnisins.

Bjarni Bjarnason verkfnisstjóri kynnti verkefnið og gerði grein fyrir helstu þáttum starfseminnar.

 2. Sóknaráætlun.

  1. Menntalestin

Kristín Hreinsdóttir kynnti verkefnið.

  1. b.   Suðurlandsskjálftinn

Þórarinn E. Sveinsson kynnti fyrirhugað verkefni.

  1. c.    Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands um   

                   sóknaráætlunarverkefnið ,,Suðurland allt árið“

Til kynningar.

3. Kynning á vefsvæði fyrir stjórn SASS.

Þórður kynnti fyrir stjórnarmönnum verkefnastjórnunarkerfið Podio en fyrirhugað er að stjórnarmenn fái aðgang að því vegna stjórnarfunda.

4. Tillaga að fjármögnun ART verkefnisins á þessu ári.

Lagt fram álit Bjarna Jónssonar endurskoðanda.  Samþykkt að fjámagna  halla verkefnisins á þessu ári með eigin fé að teknu tilliti til hlutdeildar Vestmannaeyjarbæjar í eigin fé SASS.

5. Tilboð Sveitarfélagsins Árborgar í hlut SASS í Borgarþróun ehf. og gagntilboð SASS.

Stjórn Borgarþróunar hefur samþykkt gagntilboð SASS sem hljóðar upp á 12 miljónir króna en upphaflegt tilboð Borgarþróunar nam 11 milljónum króna. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá sölu eignarhlutarins fyrir hönd SASS.

Samþykkt samhljóða.

6. Almenningssamgöngur, rekstaryfirlit o.fl.

  1. Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu 11 mánuði ársins.

Reksturinn er innan ramma fjárhagsáætlunar.

  1. Kynnt breyting sem tekur gildi 5. janúar nk. sem auðveldar

nemendum á Laugarvatni að nýta almenningssamgöngurnar  í

helgarfríum.

  1. Lagt fram yfirlit um fjölda farþega og skiptingu þeirra.

Farþegar voru samtals 173 þúsund fyrstu 11 mánuði ársins. Almennir farþegar eru 54% heildarfjöldans, ungmenni (12 – 18 ára) 28%, börn (6 -11 ára) 4% og aldraðir 14%.

7. Tillaga að skipun starfshópa sbr. starfs- og aðgerðaáætlun.

Samþykkt að Gunnar Þorgeirsson og Helgi Haraldsson taki sæti í starfshóp um orkumál,  Unnur Þormóðsdóttir og Sandra Dís Hafþórsdóttir  taki sæti í verkefnishóp um hjúkrunarrými á Suðurlandi og  Haukur Guðni Kristjánsson og Jóhannes Gissurarson í starfshóp um gjaldtöku á ferðamannastöðum.   Í starfshópunum verða einnig  starfsmenn SASS og fulltrúar hagsmunaaðila.

8. Málefni Kötlu jarðvangs.

Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands sem send var þingmönnum kjördæmisins.

Fyrir liggur að Evrópusambandið hefur ákveðið að stöðva framlög til IPA verkefna, þ.m.t Kötlu jarðvangs (Geopark), vegna ákvörðunar ríkisstjórnar um að stöðva aðildarviðræður við ESB. Þessi ákvörðun leiðir til þess að verkefnið missir af 50 milljónum króna sem átti eftir að greiða til verkefnisins samkvæmt samningi.  Óvíst er því um áframhald verkefnisins en því átti að ljúka á þessu ári.  Um er að ræða mikilvægt byggðaþróunarverkfni á landsvæði sem stendur höllum fæti og þarf nauðsynlega að byggja upp innviði sína. Að því miðar einmitt þetta verkefni.

9. Rekstraráætlun Markaðsstofu Suðurlands fyrir árið 2014 ásamt starfsáætlun.

Til kynningar.

10. Fjárlagafrumvarp 2014.

Kynntar tillögur sem lagðar hafa verið fram við 2. umræðu frumvarpsins.

11. Ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og endurnýtingu opinberra upplýsinga.

Til kynningar.

12. Fundargerðir landshlutasamtaka.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 15:00