fbpx

388. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

fimmtudaginn 27. október 2005 kl. 16.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Margrét Erlingsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Ólafur Eggertsson , Elín Einarsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Guðrún Erlingsdóttir og Elsa Valgeirsdóttir voru í símasambandi.

María Sigurðardóttir og Sigurbjartur Pálsson og varamenn þeirra boðuðu forföll.

Dagskrá:

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 4. október sl.

Til kynningar.

Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 19. október sl., ásamt fjarhagsáætlun fyrir árið 2006 og fjárhagsáætlun fyrir sérdeild Gaulverjaskóla.

Til kynningar.

Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 19. október sl., ásamt fjarhagsáætlun fyrir árið 2006 og fjárhagsáætlun fyrir sérdeild Gaulverjaskóla.

Áætlununum vísað til aðalfundar. Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir samgöngunefndar frá 3. og 24. október.

Skýrla nefndarinnar kynnt og henni vísað til aðalfundar. Fundargerðin staðfest.

Fundargerð menningarmálanefndar frá 17. október sl.

Skýrsla nefndarinnar kynnt og henni vísað til aðalfundar.

Fundargerðin staðfest.

Fundargerð heilbrigðismálanefndar frá 20. október sl.

Drög að skýrslu nefndarinnar kynnt. Fundargerðin staðfest.

Fundargerð stóriðjunefndar frá 7. október sl.

Fundargerðin staðfest.

Bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, dags. 6. október 2005, þar sem óskað er umsagnar um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir 2006 – 2009.

Eftirfarandi athugasemdir voru samþykkar:

1. Styrking landshlutakjarna.

Í uppkastinu er lögð áhersla á styrkingu landshlutakjarnanna Akureyrar, Ísafjarðar og Mið-Austurlands, en jafnframt vitnað í

núverandi byggðaáætlun þar sem segir að eitt meginmarkmiða hennar sé að,, treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla þau

byggðarlög sem eru fjölmennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og bestu möguleika til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu.“ Ekki verður betur séð en að þéttbýliskjarnar á Suðurlandi falli undir þessa skilgreiningu en þó er Suðurlands hvergi getið. Suðurland er vissulega á landsbyggðinni, en sker sig á vissan hátt frá ýmsum öðrum landshlutum að því leyti að vesturhluti svæðisins er eitt mesta vaxtarsvæði landsins nú um stundir. Það þýðir ekki að ástæðulaust sé að styrkja landshlutakjarna á Suðurlandi því byggðastefna á ekki og þarf ekki einungis að snúast um varnaraðgerðir heldur einnig að treysta vöxt og framfarir á vaxtarsvæðum. Því er lagt til að áhersla verði lögð á styrkingu landshlutakjarna í öllum landshlutum.

Í uppkastinu er lögð áhersla á styrkingu landshlutakjarnanna Akureyrar, Ísafjarðar og Mið-Austurlands, en jafnframt vitnað í

núverandi byggðaáætlun þar sem segir að eitt meginmarkmiða hennar sé að,, treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla þau

byggðarlög sem eru fjölmennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og bestu möguleika til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu.“ Ekki verður betur séð en að þéttbýliskjarnar á Suðurlandi falli undir þessa skilgreiningu en þó er Suðurlands hvergi getið. Suðurland er vissulega á landsbyggðinni, en sker sig á vissan hátt frá ýmsum öðrum landshlutum að því leyti að vesturhluti svæðisins er eitt mesta vaxtarsvæði landsins nú um stundir. Það þýðir ekki að ástæðulaust sé að styrkja landshlutakjarna á Suðurlandi því byggðastefna á ekki og þarf ekki einungis að snúast um varnaraðgerðir heldur einnig að treysta vöxt og framfarir á vaxtarsvæðum. Því er lagt til að áhersla verði lögð á styrkingu landshlutakjarna í öllum landshlutum.

2. Bættar samgöngur

Í aðgerðaáætlun uppkastsins er tekið fram að ,,unnið verði að mikilvægum samgöngubótum á landsbyggðinni samkvæmt samgönguáætlun“ og síðar að ,, bættar samgöngur séu mikilvæg forsenda fyrir styrkingu landshlutakjarna,, og þá er væntanlega verið að vísa til Ísafjarðar, Akureyrar og Mið-Austurlands. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gerðu alvarlegar athugasemdir við nýsamþykkta 4 ára samgönguáætlun og geta samtökin með engu móti fallist á þessa tillögu. Athugasemdir SASS lutu að því að í samgönguáætluninni er lítið tillit tekið til umferðarþunga og vegalengda og hlutur Suðurlands mjög rýr samanborið við önnur svæði, sbr. meðfylgjandi skýrslu samgöngunefndar SASS. Mjög mikilvægt er að auka framlög til samgöngumála á Suðurlandi frá því sem nú er áætlað, ekki síst leiðarinnar á milli Selfoss og Reykjavíkur þar sem umferð hefur vaxið gríðarlega, til tengivega á Suðurlandi sem engan veginn bera þá miklu umferð sem um þá fer og til að styrkja samgöngur við Vestmannaeyjar og rannsóknir á samgöngubótum við þær.

Í aðgerðaáætlun uppkastsins er tekið fram að ,,unnið verði að mikilvægum samgöngubótum á landsbyggðinni samkvæmt samgönguáætlun“ og síðar að ,, bættar samgöngur séu mikilvæg forsenda fyrir styrkingu landshlutakjarna,, og þá er væntanlega verið að vísa til Ísafjarðar, Akureyrar og Mið-Austurlands. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gerðu alvarlegar athugasemdir við nýsamþykkta 4 ára samgönguáætlun og geta samtökin með engu móti fallist á þessa tillögu. Athugasemdir SASS lutu að því að í samgönguáætluninni er lítið tillit tekið til umferðarþunga og vegalengda og hlutur Suðurlands mjög rýr samanborið við önnur svæði, sbr. meðfylgjandi skýrslu samgöngunefndar SASS. Mjög mikilvægt er að auka framlög til samgöngumála á Suðurlandi frá því sem nú er áætlað, ekki síst leiðarinnar á milli Selfoss og Reykjavíkur þar sem umferð hefur vaxið gríðarlega, til tengivega á Suðurlandi sem engan veginn bera þá miklu umferð sem um þá fer og til að styrkja samgöngur við Vestmannaeyjar og rannsóknir á samgöngubótum við þær.

3. Efling menntunar og menningar

Tekið er undir þau áform sem eru um uppbyggingu þekkingarstra/háskólasetra, eflingu dreifmenntunar á öllum skólastigum, eflingu símenntunar og eflingu menningarstarfsemi m.a. með gerð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga. Hins vegar er gerð athugasemd við framkvæmd þessara mála hingað til. Þannig hafa símenntunarstöðvar á Ísafirði, Húsavík og Egilsstöðum nú um nokkurra ára skeið fengið á annað hundrað% hærri framlög til sinnar starfsemi en símenntunarmiðstöðvar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi enda þótt starfsemi hafi verið sambærileg og nú er svo komið að þær síðarnefndu þurfa að að hætta við eða draga mjög úr

framboði háskólanáms sem þær sjá um að miðla. Sama gildir raunar um menningarsamninga, þeir hafa aðeins verið gerðir fyrir Austurland og Akureyri, enda þótt drög að slíkum samningi hafi lengi legið fyrir á

Suðurlandi og Vesturlandi. Í uppkastinu er vitnað til stefnu ríkisstjórnarinnar um ,, að stefnt sé að því að treysta undirstöður byggðar í landinu og skapa jöfn skilyrði til atvinnu, menntunar og menningar.“ Í ljósi þessarar yfirlýsingar og þeirrar stöðu sem áður er lýst í þessum málum, er nauðsynlegt að kveða fastar að orði um að uppbygging háskólanáms, símenntunar og menningarstarfsemi eigi sér stað í öllum landshlutum.

Tekið er undir þau áform sem eru um uppbyggingu þekkingarstra/háskólasetra, eflingu dreifmenntunar á öllum skólastigum, eflingu símenntunar og eflingu menningarstarfsemi m.a. með gerð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga. Hins vegar er gerð athugasemd við framkvæmd þessara mála hingað til. Þannig hafa símenntunarstöðvar á Ísafirði, Húsavík og Egilsstöðum nú um nokkurra ára skeið fengið á annað hundrað% hærri framlög til sinnar starfsemi en símenntunarmiðstöðvar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi enda þótt starfsemi hafi verið sambærileg og nú er svo komið að þær síðarnefndu þurfa að að hætta við eða draga mjög úr

framboði háskólanáms sem þær sjá um að miðla. Sama gildir raunar um menningarsamninga, þeir hafa aðeins verið gerðir fyrir Austurland og Akureyri, enda þótt drög að slíkum samningi hafi lengi legið fyrir á

Suðurlandi og Vesturlandi. Í uppkastinu er vitnað til stefnu ríkisstjórnarinnar um ,, að stefnt sé að því að treysta undirstöður byggðar í landinu og skapa jöfn skilyrði til atvinnu, menntunar og menningar.“ Í ljósi þessarar yfirlýsingar og þeirrar stöðu sem áður er lýst í þessum málum, er nauðsynlegt að kveða fastar að orði um að uppbygging háskólanáms, símenntunar og menningarstarfsemi eigi sér stað í öllum landshlutum.

4. Aukin nýsköpunar- og atvinnuþróunastarfsemi

Í uppkastinu er nefnt að ,,atvinnuþróunarfélögum verði áfram tryggður öruggur starfsgrundvöllur“. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja áherslu á að framlög til atvinnuþróunarfélaga verði aukin og starfsemi þeirra þannig efld frá því sem nú er. Þetta má annars vegar gera með því að færa fjármuni frá Byggðastofnun og breyta um leið hlutverki hennar eða auka framlög til atvinnuþróunarmála í heild. Samtökin teja að fjámunir nýtist betur með þeim hætti og frumkvæði heimamanna þannig eflt. Samtökin lýsa jafnframt ánægju með með gerð svokallaðra vaxtarsamninga enda er með þeim færð ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála til hagsmunaaðila í héraði.

Bréf frá Kammerkór Suðurlands, dags. 10. október 2005, þar sem óskað er styrks vegna útgáfu geisladisks og tónleikahalds.

Erindinu hafnað.

Bréf frá Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, dags. 20. október 2005, þar sem óskað er fjárstuðnings til að viðhalda og efla fjarnám á háskólastigi í Vestmannaeyjum.

Afgreiðslu erindisins frestað.

Staða minjavarðar á Suðurlandi.

Stjórn samþykkir að skora á stjórnvöld að koma á fót stöðu minjavarðar á Suðurlandi á næsta ári í samræmi við óskir Fornleifaverndar ríkisins. Drög að erindi til fjárlaganefndar Alþingis lögð fram og samþykkt.

Sudurland.is

Samningur við Sunnan4 ehf og Eyjasýn ehf, dags. 10. október 2005, til kynningar. Bréf frá Ólafi Þór Ólafssyni, dags. 1. október og

17. október 2005, varðandi lénið Sudurland.is ásamt fleiri gögnum málsins.

Samþykkt að leita eftir áliti Samkeppniseftirlitsins á samningnum í ljósi fyrirliggjandi gagna. Stjórn SASS óskar eftir frestun á gildistöku á samningi þeim sem undirritaður var 10. október sl. á meðan beðið er eftir áliti Samkeppniseftirlitsins.

Fundur með þingmönnum Suðurkjördæmis 2. nóvember nk.

Rætt um þau mál sem stjórnin mun leggja áherslu á í viðræðum við þingmenn kjördæmisins.

Málþing um æskulýðsmál á Suðurlandi 4. nóvember nk.

Lögð fram dagskrá þingsins.

Aðalfundur 2005.

a. Fjárhagsáætlun 2006.

Fjárhagsáætlunin samþykkt með breytingum og vísað til aðalfundar.

b. Skýrsla stjórnar.

.Skýrslan samþykkt með breytingum og vísað til aðalfundar.

d. Drög að dagskrá.

Lögð fram og samþykkt með breytingum.

Efni til kynningar

a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 12. október sl.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 19.25

a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 12. október sl.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 19.25

Í uppkastinu er nefnt að ,,atvinnuþróunarfélögum verði áfram tryggður öruggur starfsgrundvöllur“. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja áherslu á að framlög til atvinnuþróunarfélaga verði aukin og starfsemi þeirra þannig efld frá því sem nú er. Þetta má annars vegar gera með því að færa fjármuni frá Byggðastofnun og breyta um leið hlutverki hennar eða auka framlög til atvinnuþróunarmála í heild. Samtökin teja að fjámunir nýtist betur með þeim hætti og frumkvæði heimamanna þannig eflt. Samtökin lýsa jafnframt ánægju með með gerð svokallaðra vaxtarsamninga enda er með þeim færð ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála til hagsmunaaðila í héraði.

Bréf frá Kammerkór Suðurlands, dags. 10. október 2005, þar sem óskað er styrks vegna útgáfu geisladisks og tónleikahalds.

Erindinu hafnað.

Bréf frá Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, dags. 20. október 2005, þar sem óskað er fjárstuðnings til að viðhalda og efla fjarnám á háskólastigi í Vestmannaeyjum.

Afgreiðslu erindisins frestað.

Staða minjavarðar á Suðurlandi.

Stjórn samþykkir að skora á stjórnvöld að koma á fót stöðu minjavarðar á Suðurlandi á næsta ári í samræmi við óskir Fornleifaverndar ríkisins. Drög að erindi til fjárlaganefndar Alþingis lögð fram og samþykkt.

Sudurland.is

Samningur við Sunnan4 ehf og Eyjasýn ehf, dags. 10. október 2005, til kynningar. Bréf frá Ólafi Þór Ólafssyni, dags. 1. október og

17. október 2005, varðandi lénið Sudurland.is ásamt fleiri gögnum málsins.

Samþykkt að leita eftir áliti Samkeppniseftirlitsins á samningnum í ljósi fyrirliggjandi gagna. Stjórn SASS óskar eftir frestun á gildistöku á samningi þeim sem undirritaður var 10. október sl. á meðan beðið er eftir áliti Samkeppniseftirlitsins.

Fundur með þingmönnum Suðurkjördæmis 2. nóvember nk.

Rætt um þau mál sem stjórnin mun leggja áherslu á í viðræðum við þingmenn kjördæmisins.

Málþing um æskulýðsmál á Suðurlandi 4. nóvember nk.

Lögð fram dagskrá þingsins.

Aðalfundur 2005.

a. Fjárhagsáætlun 2006.

Fjárhagsáætlunin samþykkt með breytingum og vísað til aðalfundar.

b. Skýrsla stjórnar.

.

Skýrslan samþykkt með breytingum og vísað til aðalfundar.

d. Drög að dagskrá.

Lögð fram og samþykkt með breytingum.

Efni til kynningar

a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 12. október sl.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 19.25

a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 12. október sl.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 19.25

Gunnar Þorgeirsson

Margrét Erlingsdóttir

Herdís Þórðardóttir

Elín B. Sveinsdóttir

Gylfi Þorkelsson

Ólafur Eggertsson

Elín Einarsdóttir

Þorvarður Hjaltason