361. stjórnarfundur SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, mánudaginn 20. janúar 2003, kl. 16.00
Mætt: Valtýr Valtýsson, Torfi Áskelsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sveinn A. Sæland, Sveinn Pálsson, Þorvaldur Guðmundsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri. Þorsteinn Hjartarson og varamaður hans boðuðu forföll.
Dagskrá:
Fundargerðir stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 4. desember og 8. janúar sl. ásamt tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2003. Afgreiðsla sveitarfélaganna á stofnsamningi Skólaskrifstofu.
Eftirtalin sveitarfélög hafa staðfest stofnsamninginn: Sveitarfélagið Árborg, Skaftárhreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur, Ásahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Vegna bókunar stjórnar Skólaskrifstofunnar í fundargerðinni frá 4. desember um samanburðarrannsókn á kostnaði sveitarfélaga landsins við sérfræðiþjónustu í grunn- og leikskólum, er framkvæmdastjóra falið að undirbúa tillögu um málið fyrir næsta fund.
Fjárhagsáætlun frestað.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18.desember og 15. janúar sl., ásamt samkomulagi nefndarinnar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um framkvæmd heilbrigðiseftirlits í Vestmannaeyjum.
Til kynningar.
Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 17. janúar. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2003 – 2014.
Stjórn SASS vekur sérstaka athygli á að hlutur Suðurlands í samgönguáætluninni er hvorki í neinu samræmi við umferð um vegi á Suðurlandi né vegalengdir og fjölda vega. Stjórn SASS skorar því á þingmenn Suðurlands að láta það ekki líðast að Sunnlendingar verði settir hjá við uppbyggingu samgangna á næstu árum.
Einnig lagt fram bréf frá Hveragerðisbæ, dags. 15. janúar 2003, varðandi breikkun og lýsingu þjóðvegarins yfir á Hellisheiði og
ályktun bæjarráðs Ölfuss frá 16. janúar sl. um málefni Suðurstrandarvegar.
Stjórn SASS tekur undir ályktanir bæjaryfirvalda í Ölfusi og Hveragerði og vísar til fyrri ályktana aðalfunda SASS. Fyrirséð er að umræddar framkvæmdir munu dragast óeðlilega vegna takmarkaðra fjárveitinga sbr. fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Stjórn SASS vísar ályktununum til samgöngunefndar og óskar eftir umsögn hennar um þingsályktunartillöguna um samgönguáætlunina.
Bréf frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum, dags. 17. desember 2002, varðandi bókun fulltrúa Árborgar í stjórn SASS 4. desember sl. varðandi símenntunarmál.
Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.
Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 13. desember 2002, með athugasemd við fundargerð aukafundar SASS frá 27. nóvember 2002.
Lagt fram.
Skipan þriggja fulltrúa stjórnar SASS í menningarmálanefnd.
Eftirtaldir voru skipaðir í nefndina: Torfi Áskelsson, Sveinn Pálsson og Sveinn A. Sæland.
Torfi vék af fundi.
Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra.
Samningurinn staðfestur.
Erindi frá Alþingi, þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi þingmál:
a. Frumvarp til þjóðminjalaga 382. mál, verkaskipting, minjaverðir
o.fl.
Lagt fram.
b. Frumvarp til laga um vaktstöð siglinga, 392. mál, heildarlög, EES reglur.
Lagt fram.
c. Frumvarp til laga um almannavarnir o.fl., 464. mál.
Lagt fram.
d. Frumvarp til laga um vernd, friðurn og veiðar á villtum fuglum og spendýrum, 404. mál, sala á rjúpum o.fl.
Lagt fram.
e. Tillaga til þingsályktunar um breiðbandsvæðingu landsins, 46. mál.
Lögð fram.
Efni til kynningar:
a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. desember sl.
b. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs, frá 13. desember og
a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. desember sl.
b. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs, frá 13. desember og
10. janúar sl.
c. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
d. Efni frá landshlutasamtökunum.
Önnur mál.
a. Skipan fulltrúa SASS í fagráð Sérdeildar Suðurlands.
Samþykkt að skipa Þorstein Hjartarson í fagráðið.
b. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 15. janúar 2003, varðandi málefni minjavarðar á Suðurlandi og fyrirhugaðar breytingar á þjóðminjalögum.
Til kynningar.
c . Bréf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dags. 14. janúar 2003, varðandi sameiningu orkufyrirtækja á Suðurlandi og Suðurnesjum.
Til kynningar.
Fundi slitið kl. 18.40
Valtýr Valtýsson
Ágúst Ingi Ólafsson
Þorvaldur Guðmundsson
Sveinn Pálsson
Sveinn Á. Sæland
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Þorvarður Hjaltason