fbpx

Sveitarfélagið Árborg hefur keypt tvöhundruð hektara land í kringum jörðina Laugardæli í Flóahreppi. Landið er keypt á  288 milljónir króna af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Svæðið verður framtíðar útivistar og atvinnusvæði Selfyssinga. Skrifað var undir kaupsamninginn í Golfskálanum á Selfossi þriðjudaginn 7. maí en með kaupunum er land golfvallarins tryggt, sem framtíðarsvæði til uppbyggingar. Nýju landið, sem er allt innan Flóahrepps liggur meðfram Suðurlandsvegi, norðan og sunnan megin, m.a. það svæði þar sem Laugardælaskógur er, landið nær síðan upp með ánni, yfir það svæði sem golfvöllurinn er á og langleiðina að Laugardælavatni. Landið myndar sveig um Laugardælajörðina, en bæjarhús, kirkja og svæði þar í kring er ekki innan þess svæðis sem keypt var. Skýringarmyndin sýnir þetta mjög vel, gráa svæðið.

Landakort Laugardælir