Vegagerðin og Landsnet efna til ferðar yfir Sprengisand og fundar um áhrif fyrirhugaðrar Sprengisandslínu á Sprengisandsveg. Fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem eiga hlut að máli er boðið með, en það eru Þingeyjarsveit, Ásahreppur og Rangárþing Ytra. Ferðin er næsta einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir lagningu nýrrar línu yfir Sprengisand og ætla bæði hreppsnefndarfólk og sveitarstjóri að fara í ferðina, ýmist alla eða að hluta, til að fá upplýsingar um hvaðeina sem snýr að þessari miklu framkvæmd og áhrifum hennar á umhverfið. Vegagerðin og Landsnet vinna að mati að umhverfisáhrifum fyrir Sprengisandsveg og Sprengisandslínu. Fyrir liggja drög að matsáætlun fyrir þessi verkefni sem áformað er að fari í formlegt kynningarferli í byrjun september. Af þessu tilefni munu framangreindir aðilar efna til kynningarfundar og kynnisferðar um ofangreind verkefni. Byrjað verður á kynningarfundi að Stóru-Tjörnum (í Ljósavatnsskarði) þriðjudaginn þ. 19. ágúst og síðan verður farið yfir Sprengisand á einum löngum degi þ. 20. ágúst.
Dagskrá verður í megindráttum eftirfarandi:
Dagur 1: þriðjudagur 19. ágúst:
18/19: Mætt að Stóru-Tjörnum, – snæddur kvöldverður.
20-22: Verkefnin verða kynnt. Bókuð hefur verið gisting að Stóru-Skógum fyrir þá sem kjósa.
Dagur 2: miðvikudagur 20. ágúst:
8:00. Brottför frá Stóru – Tjörnum/Fosshól
8:00-13:00. Skoðaðir valdir staðir á Bárðdælaafrétti
13:00. Komið í Nýjadal þar sem verður hádegishressing.
(Norðanmenn geta eftir atvikum snúið við og sunnanmenn mætt á staðinn)
14:00. Brottför frá Nýjadal
14-18:00. Holtamannafréttur skoðaður með nokkrum stoppum.
18:00. Hrauneyjar (Langalda)
19:00. Ekið til Reykjavíkur