fbpx

„Margt styður það að stuðla ætti að auknu bleikjueldi á Suðurlandi. Arðbært eldi á bleikju myndi ýta undir búsetu á svæðinu á tímum minnkandi hefðbundins landbúnaðar. Stutt er á milli vænlegra eldisstaða og samgöngur mjög góðar árið um kring sem gerir alla þjónustu við reksturinn auðveldari. Einnig myndi fjölgun eldisfyrirtækja efla og festa í sessi alla þá þjónustu sem slíkur rekstur þarf á að halda.“

Þessi tilvitnun er úr skýrslu sem var gefin út árið 2009 – Staða bleikjueldis og framtíðarhorfur og má finna á vef Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins.

http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/Skyrslur/Stada_bleikjueldis_og_framtidarhorfur_2009.pdf

Frá 2010 hefur framleiðsla í bleikjueldi aukist. Samkvæmt Matvælastofnun er 21 fiskeldisstöð með starfs-og rekstrarleyfi á Suðurlandi, þar af eru 15 í bleikjueldi.

Hér til vinstri undir dálknum „Talnarýnir“ má sjá nánar um skýrsluna

fiskeldi