fbpx

Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra fyrir árið 2014 voru veitt á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli um síðustu helgi.  Það er umhverfis- og náttúruverndarnefnd sveitarfélagsins sem veitir verðlaunin árlega og voru þau veitt í þremur flokkum að þessu sinni. Fegursti garður sveitarfélagsins er garður þeirra Guðjóns Einarssonar og Þuríðar Kristjánsdóttur við Hlíðarveg 13 á Hvolsvelli. Þess má geta að í janúar á þessu ári voru 60 ár síðan þau Guðjón og Þuríður fluttu í húsið við Hlíðarveg 13. Snyrtilegasta lögbýlið, þar sem stundaður er landbúnaður, var valið Skarðshlíð 1 en þar eru ábúendur Ólafur Tómasson og Kolbrún Hjaltadóttir. Snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis var valið Hótel Fljótshlíð í Smáratúni en þar ráða ríkjum þau Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ívar Þormarsson.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Guðjón og Arndísi Soffíu með sínar viðurkenningar en ábúendur að Skarðshlíð gátu því miður ekki komið og tekið við sínum verðlaunum. Það var Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, sem afhenti verðlaunin.

Umhverfisverðlaun Rang