haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, miðvikudaginn 10. september 2014 kl. 12.00
Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Unnur Þormóðsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Sæmundur Helgason, Anna Björg Níelsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórarinn E. Sveinsson ráðgjafi sem skrifaði fundargerð.
Páll Marvin Jónsson var tilbúinn við síma, en ekki var fundarsími á fundarstað.
Sandra Dís Hafþórsdóttir og Elín Einarsdóttir boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. Kynning bæjarstjóra Ölfuss á hugmyndum að endurbótum hafnarinnar í Þorlákshöfn.
Lagt fram til kynningar.
2. Sóknaráætlun Suðurlands.
a) Lokaskýrsla til stýrihóps ráðuneyta vegna sóknaráætlunar 2013.
Til kynningar.
b) Samráðsfundur á vegum stýrihóps ráðuneyta 29. ágúst sl.
Kynnt innlegg framkvæmdastjóra SASS á fundinum og minnisblað frá fundinum.
c) Samningur við Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélags
Suðurlands um framkvæmd sóknaráætlunar 2014.
Drög að samningi lögð fram. Framkvæmdastjóra falið að ljúka gerð samningsins
d) Vinna við sóknaráætlun 2014.
Kynnt á fundinum.
e) Undirbúningur að sóknaráætlun 2015 – 2017. Kynnt á fundinum.
Kynnt var á fundinum að samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í gær 9. september þá er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til sóknaráætlana landshluta á næsta ári. Af því tilefni samþykkt stjórn SASS eftirfarandi ályktun:
,,Stjórn SASS mótmælir harðlega þeirri fyrirætlun að leggja niður framlög til sóknaráætlana.‘‘
Ákveðið að hafa sérstakan fund stjórnar SASS um sóknaráætlun.
3. Tillaga að samningi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um frumkvöðlasetur.
Sigríður Ingvarsdóttir og Tinna Jóhannesdóttir komu á fundinn og kynntu starfsemi frumkvöðlasetra NMI.
Þórarni E. Sveinssyni falið að klára drög að samstarfssamningi SASS og NMI, auk annarra verklýsinga um framkvæmdina og leggja fyrir næsta fund stjórnar SASS.
4. Fundur með þingmönnum Suðurlands 27. ágúst sl. um framlög til Suðurlands á fjárlögum næsta árs.
Til kynningar.
5. Brothættar byggðir – verkefni Byggðastofnunar í Skaftárhreppi. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verkefnisins. Stjórn SASS leggur áherslu á að Byggðastofnun ráði verkefnisstjóra til eins árs sem staðsettur verði á Kirkjubæjarklaustri til að fylgja verkefninu eftir og jafnframt að gripið verði til raunhæfra aðgerða til að styrkja stöðu byggðarinnar.
6. Yfirlit um þróun almenningssamgangna á Suðurlandi frá ársbyrjun 2012. Til kynningar.
7. Vaxtarsamningur.
a) Lokaskýrsla vaxtarsamnings 2011 -2013.
Til kynningar.
b) Styrkveitingar 2014.
Lagt fram yfirlit um kynningu á styrkjum sem verða í boði.
8. Ársþing SASS 2014 – undirbúningur.
Rætt á fundinum.
9. Fundargerðir landshlutasamtaka.
Til kynningar.
10. Önnur mál.
Formaður upplýsti að framkvæmdastjóri SASS hafi þann 1. sept. sagt starfi sínu lausu.
Samþykkt að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með 1.12.14.
Fundi slitið kl. 15:35