Um ART á Suðurlandi hjá SASS
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa umsjón með starfsemi ART (Aggression Replacement Training) verkefnisins. Hjá ART teyminu starfa þrír sérfræðingar.
ART er vel afmörkuð og árangursrík aðferð sem byggir á þjálfun í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði, með það að markmiði að draga úr óæskilegri hegðun hjá börnum og ungu fólki. Aðferðin hentar vel þeim sem greinst hafa með ýmis þroska eða hegðunar frávik, ofvirkni og alvarlegar atferlistruflanir. ART gagnast öllum vel og hjálpar við að eiga árangursrík samskipti og þekkja tilfinningar sínar. Rannsóknir hafa sýnt að markviss vinna með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisþroska hjálpar börnum og fullorðnum að bæta samskipti.
ART teymið heldur námskeið um allt land, þaðan sem þátttakendur útskrifast með réttindi til þess að starfa sem ART þjálfarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Teymið veitir handleiðslu til skóla og skólaþjónustu. ART teymið býður einnig upp á Fjölskyldu ART fyrir fjölskyldur á suðurlandi í samvinnu við skóla barnsins. Kennarar, foreldar og velferðarþjónusta geta sótt um fyrir fjölskyldur í fjölskyldu ART.
Nánari upplýsingar um ART má finna á heimasíðu ART teymisins á Suðurlandi – www.isart.is