fbpx

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út í byrjun október árbók sveitarfélaga 2014. Bókin er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2013. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa samandregnar á einum stað.