Sveitarfélagið Ölfus mun fyrst sveitarfélaga á Íslandi framkvæma rafræna kosningu en innanríkisráðuneytið hefur staðfest beiðni sveitarfélagsins um þátttöku í þessu tilraunaverkefni Þjóðskrár. Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög en þessu til viðbótar verður spurt um fleiri samfélagsleg atriði sem enn á eftir að móta.
Stefnt er að því að kosningin fari fram í mars árið 2015 en nákvæm dagsetning verður ákveðin þegar sér fyrir endann á undirbúningi.