fbpx

Á 167. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, þann 8. janúar 2015, samþykkti sveitarstjórn samhljóða að gera breytingar á fyrirkomulagi skólamála í sveitarfélaginu, þannig að núverandi samreknar skólastofnanir Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti verði skipt upp í tvær skólastofnanir, þ.e. grunnskóli í Reykholti annars vegar og grunn- og leikskóli á Laugarvatni hins vegar. Þetta mun leiða af sér breytingu á núverandi yfirstjórn Bláskógaskóla þar sem um grundvallarbreytingu á skipulagi skólastofnana er að ræða. Þar af leiðandi þarf að segja upp núverandi samningum við alla stjórnendur Bláskógaskóla, skólastjóra og þrjá deildarstjóra, og vinna að nýju skipulagi og skipuriti fyrir næsta skólaár.