fbpx

Fundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík, föstudaginn 23. janúar kl. 11:45 Fyrirsögn ráðstefnunar er Skapandi þjónusta, forsenda velferðar; Samvinna – Hönnun – Þekking. Fundarstjóri verður Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.  Áformað er að fundinum ljúki kl. 14:00
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, setur fundinn en aðal fyrirlesari er Nikolaj Lubanski framkvæmdastjóri hjá Copenhagen Capacity og mun hann ræða um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum.
Þátttökugjald á fundinum er 5.600 krónur og fer skráning fram á vef Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.
Fundurinn er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. (www.samband.is)

Dagskráin er hér