Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2014 verða afhent á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag, 29. janúar, en þar verður einnig afhentur styrkur úr Vísindasjóði Suðurlands. Hátíðarfundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 18:00. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin. Fjöldi góðra tilnefninga barst SASS að þessu sinni, en alls voru 11 einstaklingar, stofnanir og félagasamtök tilnefnd, sjá hér að neðan.
Nafn: | Ástæða tilnefningar: | Tilnefnandi: |
Dr. Ásthildur Eva Bernharðsdóttir | Vegna afreka á sviði rannsókna og fræðslu í áhættu- og áfallastjórnun, vegna útgáfu og framlags við að koma á fót alþjóðlegu rannsóknar-tengdu framhaldsnámi til meistara- og doktorsprófs á Selfossi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands o.fl. | Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði: Símon Ólafsson og Ragnar Sigbjörnsson |
Fræðsluráð Vestmannaeyja, Grunnskóli Vestmannaeyja og ÍBV | Íþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV – leið til eflingar formlegra samskipta milli Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV og draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri og vímuefnaneyslu unglinga. | Vestmannaeyjabær |
Guðbjörg Ísleifsdóttir | Áratuga starf við kennslu og umönnun barna á leikskólum. | Foreldrafélag Leikskólans á Laugalandi |
Háskólafélag Suðurlands | Aukning búsetugæða og styrking efnahags á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Sérstaklega uppbyggingu og átaksverkefnum á þeim hluta Suðurlands þar sem háskóla-starfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs. | Sigþrúður Harðardóttir |
Heilsuleikskólarnir Brimver og Æskukot | Heilsueflandi starf í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins, jógakennslu og tónlistarstarf. | Sveitarfélagið Árborg, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Hulda Gísladóttir og Viðar Helgason |
Kristín Gísladóttir | Kennsluforritið Eldgrímur, sem hvetur til notkunar tölvu við lestrarnám. Gagnvirkur vefur, einkum ætlaður 7-9 ára börnum. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
Leikskólinn Bergheimar | Margvísleg starfsemi í tengslum við menntun og þroska barna á leikskólaaldri m.a. með sérstakri áherslu á stærðfræði og eflingu læsis. | Foreldrafélag Leikskólans Bergheima |
Leikskólinn Laugalandi | ART, tækni og námsmat. Þróunarverkefni sem styrkt var af Sprotasjóði. | Foreldrafélag Leikskólans á Laugalandi |
Margrét Tryggvadóttir | Áratuga farsælt starf við grunn-leik- og tónlistarskóla og merkilegt frumkvöðlastarf. | Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu |
Njálurefillinn | Sýnir Njálssögu með öðru sjónarhorni í samvinnu við öll skólastig og almenning. Sýnir bæði söguna og fornt handverk. | Rangárþing eystra |
Silja Elsabet Brynjarsdóttir | Framúrskarandi frammistaða í tónlistarnámi og góð fyrirmynd. Tilnefningunni fylgir meðmælabréf |
Ragnheiður Borgþórsdóttir |